24.4.2016 | 15:11
Þess sem ekki er getið
Ekkert um jöfnun atkvæðisréttar. Áherslur flokkanna einkennast af miðjumoði og óljósri atkvæðaleit. Engar ráðstafanir til að lækka vexti og skapa jöfnuð á húsnæðismarkaði. Formaður sjálfstæðismanna er með frumvörp full af ívilnunum til þeirra sem vilja vera í styrkjakerfi.
Umhverfisráðherra sagðist ætla að hækka gistináttagjald sem einungis hluti ferðamanna greiðir. Ekki er að sjá að sú hækkun sé í þessari upptalningu enda óvinsæll skattur. Skattar á gistingu eru hærri hér á landi en í Noregi.
Ekkert frumvarp er um aukna menntun til handa fólki sem vill taka þátt í ferðamennsku. Engin sérskóli fyrir hótelrekstur eða stærsta atvinnuveginn annað en matreiðslu og þjónaskóli?
Ekkert frumvarp frá menntamálaráðherra um jöfnun samkeppnisaðstöðu á fjölmiðlamarkaði? Nú þegar ljóst er að stærstu fjölmiðlarnir, Ríkissjónvarpið og 365 miðlar eiga mestan þátt í núverandi stöðu á Alþingi og styttingu kjörtímabilsins er þörfin brýn.
Málaskrá ríkisstjórnarinnar birt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
Ekkert heldur um afnám verðtryggingar, heldur ætlar ríkisstjórnin þvert á móti að auka útbreiðslu verðtryggingar með því að leyfa gengistryggingu (þ.e. gjaldeyrisfölsun).
Guðmundur Ásgeirsson, 24.4.2016 kl. 15:36
Það hefðu allir átt að vita að afnám verðtryggingar yrði andvana um leið og Sigmundur Davíð lét af starfi forsætisraðherra og sjúkrahús bygging á Vífilsstöðum fylgir með.
Ef fólk býst við að Bjarni Ben geri eitthvað fyrir öryrkja og aldraða, þá er það mjög mikill misskilningur.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 24.4.2016 kl. 15:50
Sælir félagar
Stærsta kjaramálið er lækkun vaxta og stöðugt gengi. Seðlabankinn ætti að getað tryggt stöðugt gengi með mörgum úrræðum. Jafnframt því að stjórnvöld haldi útgjöldum í skefjum. Það hlýtur að vera ígildi verðtrygginga. Af hverju þarf þetta að vera svona flókið á Íslandi?
Forsætisráðherra er sá sem ræður för. Ef allt er gefið eftir af kröfum stjórnarandstöðu og kosningum flýtt er verið að ganga á lýðræðisleg réttindi. Versta við íslensk stjórnmál er lýðskrumið. Leikaraskapurinn sem einkennir Alþingi, þingsköp og kosningar.
Skynsamleg og hagkvæm bygging spítala fjarri miðbæjarskarkala er kannski dæmi um hvað illa gengur að fá niðurstöður. Ríkisstjórninni hefur tekist margt vel til, samt skal hún fara á brott fyrir tímann.
Sigurður Antonsson, 24.4.2016 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.