19.1.2016 | 13:53
Fínt og fágað, en er það svo?
Hvort sem það er handbolti eða nokkrir flóttamenn að yfirgefa stríðsástand í fréttunum er landinn afar viðkvæmur ef eitthvað fer úrskeiðis. Allt á að vera fullkomið og óaðfinnanlegt út á við. Holt er að tapa einum leik og endurskoða aðferðafræðina, án þess að allt fari af hjörum.
Algjör gúrkutíð hefur verið hjá fréttamiðlum, en nú á sýna hversu vönduð og fín við erum í móttöku flóttamanna. Alþingi hefur nýlega veit tveimur fjölskyldum með börn ríkisfang eftir mánaða viðveru, en hefur allskonar hindranir í innflytjendalöggjöfinni. Takmarkanir sem valda því að harðduglegir útlendingar sem hér hafa unnið í tíu ár eða lengur fá ekki ríkisborgararéttindi.
Íslenskukennsla er takmörkuð en líka þröskuldur. Ef sömu skilyrði um hreintungu hefðu gilt í Ameríku væru þar fáeinar milljónir í dag. Baldvin Baldvinsson blaðamaður rekur harmsögu gyðinga í Fréttatímanum. Fólk sem var að flýja gasklefa nasista, en máttu ekki setjast hér að fyrir stríð.
Fæstir yfirgefa land sitt af ævintýraþrá einni. Nokkrar fjölskyldur flytjast af landi brott í hverri viku. Í stað þeirra koma aðrir sem hér sjá tækifæri og áskoranir. Við getum ekki lengur treyst á að Pólverjar bjargi atvinnuvegunum fyrir horn. Í Pólandi er mikill uppgangur. Ekki veitir af vinnufúsum höndum hér sem geta haldið uppi velferðarkerfinu.
![]() |
Eðlilegt að hætta við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.