Lituð pólitík og frjálst val

Hversu vel sem stjórnvöld gera verður alltaf til stór hópur sem afneitar góðum verkum. Finnur þeim allt til foráttu. Vinstri mönnum hefði aldrei dottið í hug að fella niður gjöld af smokkum og dömubindum. Að ætla sér að auka framlög til sjúkrahúsa og lækna á sama tíma, lækka álögur er eins og skipbrot í velferðarsirkus vinstri manna.

Aukning kaupmáttar og halda niðri verðbólgu á sama tíma er list hins ómögulega. Ofurverkefni sem stjórnarherrarnir ætla sér að ná þrátt fyrir andstöðu VR, ASÍ og fleiri aðila. Stærsti fjölmiðillinn spilar undir og í hvert sinn sem ráðherra er tekinn í viðtal er hann settur í varnarstöðu með "heilögum" kröfum. Nokkuð sem þekkist ekki á BBC vefnum sem er fyrirmynd vinstri manna um hið skothelda ríkisbatterí. 

Þessum aðilum er sama um verðbólgu og háa vexti ef þeir geta sett af stað auknar kröfur sem þjóna pólitískum markmiði. Þess vegna er mikilvægt að regluverkið sé skilgreint og að menn verði gerðir ábyrgir fyrir framúrakstri stofnanna. Fyrirmyndin að upplausn er úr þingsölum þegar ríkisstofnanir ætla sér frjálst val í efnistöku og útgjöldum.

 


mbl.is Sætta sig ekki við góðar fréttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vel mælt, Sigurður

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.12.2015 kl. 16:03

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það er margt verið að gera gott. Ríkisfjármálin eru í góðum höndum og jákvætt að skuldir eru að lækka. En ég er ósáttur við að kjör öryrkja og aldraða skuli ekki fá leiðréttingu. Skil það vel að aukning öryrkja er vandamál og tel þörf á því að taka á því máli en á meðan þetta mál er ekki í höfn get ég ekki mælt með þessari stjórn.

Jósef Smári Ásmundsson, 31.12.2015 kl. 17:44

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Gleðilegt ár og takk fyrir innlitið.

Miklir kraftar eru í gangi og margt gott er að gerast. Framtíð eyskeggja er í miklum blóma. Tækifærin eru svo mörg út af staðsetningunni og landinu sem við erum alltaf að uppgötva. Fyrst þegar við sjáum fegurðina eða tækifærin er hægt að sýna öðrum. 

Hvort það er virkjun á Austurlandi eða Hallgrímskirkja í ljósum og tónum, þá er það sköpunin sem gerir útslagið. Húsameistari kirkjunnar og þeir sem byggðu, gerðu hana það sem hún er í dag eiga heiðurinn. Allir byggingameistararnir lágir sem háir skópu verkið og fylltu kirkjuna af mannfólki.

Á nýársdag er gott að ganga á nýfallinni mjöllinni upp í Heiðmörk og virða fyrir sér sköpunarverkið í þögn og auðmýkt. 

Sigurður Antonsson, 1.1.2016 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband