26.10.2015 | 21:46
Ferðalok á Þingvöllum
Síðdegis ríkti fegurðin ein á Þingvöllum. Allt umhverfið var baðað í sólarljósi sem var lágt á lofti. Allt litrófið birtist í ljósaskiptunum. Fjöllin og náttúran eins og glitrandi eðalsteinar. Helgur blær var yfir kirkjunni og fyrir framan hana vöktu heiðabændur fyrri áratuga yfir dýrgripunum. Fallegir legsteinar á leiði þeirra báru vott um umönnun og minningu sem haldið er á lofti.
Í bakgarði kirkju voru tvö leiði heldur umkomulaus. Á flata stóra sementsteina voru árituð nöfn höfuðskálda þjóðarinnar. Með grófri króm leturgerð mátti sjá nöfnin Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson. Umgjörð sem þeim er gefin er fábrotinn funkis stíll. Andstæður við eldheit ljóð og hughrif sem skáldin vöktu.
Úr Ferðalokum eftir Jónas Hallgrímsson:
- Háa skilur hnetti
- himingeimur,
- blað skilur bakka og egg;
- en anda sem unnast
- fær aldregi
- eilífð að skilið.
- Ástarstjörnur
- yfir Hraundranga
- skýla næturský;
- hló hún á himni,
- hryggur þráir
- sveinn í djúpum dali.
Steinar í hafnargarði eiga vel við strit liðins tíma en falla ekki inn í banka og húsameistarahallir nútímans.
Refsivert að brjóta niður vegginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.