Rannsóknarvald?

Er Seðlabankinn ríki í ríkinu með rannsóknarvald? Löggjöfin í kringum bankann og getuleysi til að halda niðri vöxtum og vaxtamismun inn og útlána veltir upp spurningum. Voru lögin um Seðlabankann miðuð við að enginn þyrfti að axla ábyrgð. Banki fyrir stjórnmálamenn umsetna af hagfræðingum sem vildu komast í öruggt skjól frá átakapólitík. 

Aðförin að Samherja sem staðið hefur í mörg ár er eitt furðuverkið. Banki sem getur sent tugi manna í rannsóknarleiðangur þarf ekki að upplýsa rannsakanda um hvað málið snúist. Venjulega á sakborningur sem liggur undir grun rétt á því að fá sanngjarna meðferð mála og að vita hvaða kæruefnið er. Hvort það snýst um sölu á 5 tonnum af bleikjum eða milljarða yfirfærslum?

Hér virðast grundvallar mannréttindi hafa verið brotin á forsvarsmönnum Samherja. Bankaráðsmenn geta ekki skýlt sér með því að segja að endurskoðun fari fram á lögum. Það kemur ekki Samherjamálinu við. Alþingismenn sem bera líklega stærstu ábyrgð á slöku gengi bankans þurfa heldur ekki að svara.


mbl.is „Þetta eru alvarlegar ásakanir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það vantar ákvæði í hegningarlöginn sem gera embættismenn ábyrga fyrir gjörðum sínum með fjárhagslegum og fangelsis sektum, fyrir afglöp í starfi.

Þess vegna er lítið um það að embættismenn segi af sér eða eru reknir úr starfi og geta gert það sem þeim sýnist.

Í síðustu ríkisstjórn voru ráðherrar fundnir sekir með afglöp í starfi af Hæstarétti, sagði einhver af sér eða var einhverjum vikið úr starfi? Ekki svo að ég viti til.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 22.9.2015 kl. 14:51

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll Jóhann. Þorsteinn Már var í sjónvarpsviðtali á N4, ein af litlu eða Stóru sjónvarpstöðvunum. Rakti vel málið og bað um auðmýkt eða skýringar af hendi bankans. Óljósar skýringar Seðlabankans um rannsóknarskyldu sá ég í blaðinu en engan frá Seðlabankanum skýra málið. Veit ekki hver er venjan í Bandaríkjunum. Hér er réttur embættismannsins að svara þegar hann vill. Hafi mistök verið gerð ætti nafni hans í Seðlabankanum að getað komist að samkomulagi við Má. Eitt stærsta og blómlegast fyrir tæki landsins 

Sigurður Antonsson, 22.9.2015 kl. 20:28

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það fer nú eftir því hver embættismaðurinn er og hvaða flokkur er við völd.

Ég bendi á Hillary Clinton sem dæmi, það er loksins farið að grafa í hennar málum sem varðar við lög, en það verður ekkert gert þó svo að hún hafi framið lögbrot, í það mínsta ekki meðan að það er demókrati í Hvíta Húsinu.

Þetta á líka við þegar repúblikanar eru við völd, þá er hlífiskjöldurinn yfir þeirra flokksbræðrum. 

Svona er þetta Sigurður minn, elítan mun alltaf sjá um sig og þá sérstaklega embættismanna elítan.

Við verðum að horfa fram á það, að það er siðspilling alstaðar.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 22.9.2015 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband