16.6.2015 | 22:36
Sannkallað leikhús
Gríman í kvöld var há pólitísk í dansi og leik. Sorgarleikur og gleði. Baráttukona og stjarna kvöldsins var Edda Heiðrún Backmann, gleðigjafi sem hafði mikið að segja. Í ávarpi sem sonur hennar flutti komu fram skilaboð sem fáir munu gleyma. Leikhúsið og samfélagið þarf á leikritahöfundum og skapandi listamönnum að halda til að spegla nýja tíma, sagði þessi dáða leikkona. Þá brýndi hún skilaboð sem send hafa verið til Sameinuðu þjóðanna um að rannsóknir á taugakerfinu verði efldar.
Leiklistin er eins og börnin sígefandi. Börn elska leikhús en til þess að upplifa "lífið í Tjarnarbíó" þarf kynningu. Leikhúsferð í skóla til að leiklistin lifi af hraðar breytingar samfélagsins. Eftir opnun Þjóðleikhússins gátu flest börn farið á sýningar með skóla eða foreldrum. Fyrir það var leikhúsið sterkari menningarvaki alla síðustu öld.
Hið margverlaunaða og síunga Dúkkuheimili, áður Brúðu verður vonandi endurtekið í haust. Það er umhugsunarefni af hverju nýjar kynslóðir koma ekki með nýja Ibsena. Leikstjórinn frá Bergen og leikhússtjóri í Kristjaníu er sígildur höfundur í dag. Hversvegna ekki einn heimsfrægur frá Akranesi eða býr hann í Borgarnesi og kynnir sögubókmenntir?
![]() |
Lítur á sjúkdóminn sem hlutverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.