Hinir fordæmdu.

 

Páskar eru tákn um þjáningu og rangar ásakanir. Pyntingar Bandaríkjamanna í herstöðinni á Kúbu verða lengi tákn um mannvonsku þess sem hefur valdið. Bandaríkjamenn sóttu grunaða hvert á land sem þeim hugnaðist og fluttu til Kúbu. Lands Castros sem hefur í meira en hálfa öld í skjóli valdsins beitt þegna sína grimmd, harðæri og einangrun. 

Öll lönd eiga sín Dreyfusmál. Guðmundar og Geirfinnsmálið átti sín upptök í hugarfarinu. Spíraskip á leið til Reykjavíkur sem köstuðu spírafarmi sínum í hafið út af Garðskaga voru ógn við hið litla samfélag. Á þeim tíma var tilvist næturklúbba tákn um mátt Bakkusar yfir viðkvæmum ungsálum landsins. Enginn tilviljun að Klúbburinn væri skotspónn réttargæslumanna. Þar var útúrfullt af drukknum ungmennum flesta daga vikunnar. Jafnvel þingmenn efuðust um heillindi dómsmálaráðherra og vildu tengja hann Klúbbnum. 

Í Jóhannesarguðspjalli er margsinnis dregið í efa heillindi Gyðinga. Pílatus margspyr Gyðinga um sakleysi Jesúm þegar hann lætur húðstrýkja hann.  Hann hefur sagt; ég er konungur Gyðinga sögðu æstu prestar Gyðinga við Pílatus. Pílatus vildi láta Jesú lausan en Gyðingar sögðu að þá ert þú ekki vinur keisarans. "Við höfum ekki konung nema keisarann."

Það fer ekki milli mála að í Jóhannesarguðspjalli eru Gyðingar sökudólgar þess að Jesú er leiddur á hausaskelja-stað. Milljónir kristinna manna kryfja þann söng árlega um Páska. Þá er ekki að undra þótt misvitrir stríðsmenn hafi notað Gyðinga sem skálkaskjól fyrir grimmdarverk sín. 

  


mbl.is Heilinn á bak við pyntingar tjáir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband