Alþjóðasamfélagið í liðsinni

Hingað koma öðru hvoru stór amerísk rannsóknarskip, eitt var í eigu eins eiganda Microsoft. Ekkert til sparað þar á bæ. Lítið eyríki hefur takmarkaðan mannafla og auð til að halda úti mörgum rannsóknarskipum. Stuðningur frá stærri þjóðlöndum eins og ESB er engin goðgá, samvinnuverkefni. Hvernig á ESB að vita hvað mikið er til af makríl eða hvert hann gengur nema að kosta hafrannsóknarskip. Sama er með síldina og kolmuna sem eru flökkufiskar.
 
Í fréttum í kvöld kom fram að ungt athyglisvert fyrirtæki Skema flytur til Bandaríkjanna með frumkvöðli sínum. Blóðtaka í mannvitsauði til hinna stóru landa verður ávallt vandamál smáríkis. Í Ameríku eru menn fljótir að sjá hvað telur. Þeir  eiga auðvelt með að kaupa upp frumkvöðla og hafa náð mörgum íslenskum tölvufyrirtækjum til sín.

Skema hafði að markmiði að efla kennslu í forritun í grunn og framhaldskólum. Rökrétta hugsun sem ætluð var fyrst handa þeim börnum sem eru með athyglisbrest og lesblindu. Kannski eru þessi börn utangarðs vegna þess að þau sjá kerfisvillur. Það er ekki vænlegt ef fyrirtæki á borð við Skemu hverfi á vakt ráðherra sem vill umbætur. Vonandi sér menntamálaráðherra málin í öðru ljósi þegar hann kemur frá Sotsjí. Þar næst aðeins góður árangur með einbeitingu og stefnufestu. Gull, silfur og brons eftir miklar fórnir og áralanga þjálfun.

mbl.is Bjarna Sæmundssyni lagt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband