Geðrof er hluti af röskun.

Skýringar Auðar á geðrofi eru eftirtektaverðar og trúverðugar. Áður fyrr náði geðklofahugtakið yfir alla sturlun og ranghugmyndir, sjúkdómseinkenni sem geta orðið langvinn og ill læknanleg. Geðrofshugtakið hefur unnið sér sess sem geðröskun. 

Auður segir að geðrof sé; Sturluástand með ofskynjun og ranghugmyndum, skert raunveruleikatengsl. Ekki sjúkdómseinkenni, en merki um að hugur og líkami sé kominn í þrot.

Bæta má við vegna ofreynslu eða aðstæðna sem mannshugurinn ræður ekki við. Leið sálarinnar til að bregðast við kringumstæðum sem hún nær ekki að meðhöndla. Flótti frá raunveruleikanum.

Það segir mikið um þessa geðrænu vanheilsu að nærri 90% þeirra sem fá einkennin ná sér aftur eftir meðferð og hvíld, sem getur tekið mánuð eða misseri.

Geðklofahugtakið, þýðing á "schizophrenia" er víðtækara og nær yfir sjúkdóm sem getur verið langvinnur eða illlæknandi. Fyrir nokkrum árum var geðrof og geðröskun ekki til í orðabókum. Geðklofi er ekki góð þýðing, því mannshugurinn er margbrotinn. Engum dettur í hug að segja lungnaklofi þegar talað er um berkla. Miklar framfarir hafa orðið í meðhöndlun á sturlun og greiningu. Óttinn við geðklofa hefur vikið fyrir nýrri þekkingu og lyfjum.

Á netinu er að finna ótal fræðslu og úrlausnir á geðröskun. Almenningur og aðstandendur hafa tekið höndum saman með geðheilsusérfræðingum til að finna nýjar leiðir við geðtruflunum. Geðheilsa er eitt af nýjungunum innan heilsugæslu. 

 


mbl.is Ný aðferð linar sársauka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samkvæmt þessari skilgreiningu mætti segja að efnahags- og stjórnsýslukerfi landsins séu í geðrofi.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.1.2014 kl. 19:11

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Guðmundur

Eflaust er það rétt þegar kemur að verðtryggingu og lánamálum. Það er ekki vænlegt fyrir ungt fólk að leita til íbúðalánasjóðs og lenda þar í eilífðarvél lánafborgana. Það er áunnið helsi við að eignast þak yfir höfuðið.

Ég myndi ekki ráðleggja neinum að stíga það spor. Þeir sem fóru til Noregs sjá fljótt eignamyndun þegar þeir taka lán fyrir íbúð. Þeir urðu margir að yfirgefa landið sem þeir dá. Vonast til þess að samlandar þeirra nái áttum.

Sammála þér að við búum við ótryggt fjármálakerfi sem leikið hefur margar fjölskyldur grátt.

Veikindi gera ekki boð á undan sér og flestir ná sér furðu fljótt. Þeir sem búa við langvarandi veikindi fá í flestum tilvikum hjálp og aðhlynningu. Þar stöndum við jafnfætis mörgum öðrum þjóðum.

Sigurður Antonsson, 25.1.2014 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband