22.1.2014 | 17:14
Er skólinn í kreppu?
Í hagfræðiskýrslum má lesa að brottfall í framhaldsskólum innan OECD ríkja sé um 30%. Hér er það með því mesta á Vesturlöndum. Í Svíþjóð ná 67% nemenda að útskrifast úr framhaldskóla eftir 4 ára nám. Í Noregi 68%. Á Íslandi eru það 45% nemenda, það hlutfall lagast eftir 6-7 ára nám og um 60% nemenda útskrifast. Samanburður á gæðum námsárangurs er ekki í skýrslunum, en ætla má að hann sé svipaður. Mesta brottfall er á þriðja og fjórða ári, þegar flestir nemendur hafa lokið framhaldsskólanámi í Noregi og Svíþjóð. Nauðsynlegt er að bera saman árangur í skóla og tekjur samfélaga. Meta tekjutap og kostnaðarauka nemenda og þjóðfélags.
Alltof lítill umræða hefur verið um skólamál og árangur. Skólamenn eiga að hafa frumkvæðið að endurbótum á skólakerfinu. Ef skólinn tekur ekki framförum með breyttum tímum munu koma upp kröfur um uppstokkun. Örar breytingar eru í tækni og þjóðfélagsgerð. Ekki er ásættanlegt að hér séu nemendur mun lengur að ná sama árangri og í nágranalöndum. Samanburður þarf líka að vera á sambærilegum nótum. Skólamenn í Hafnarfirði virðast óragir við að velta upp nýjum hugmyndum.
![]() |
Hvenær hættir maður í skóla? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.