1.11.2013 | 13:23
Grínistinn og fulltrúalýðræðið
Viðtal Helga Seljan við Jón Gnarr grínistann og listamanninn var með ágætum, samtal sem hæfir skopmynd, klippt eða óklippt. Borgarstjóranum er auðsjáanlega meinilla við að leggja byrðar á alþýðufólk og hann ákveður að yfirgefa skútuna í tíma. Aðspurður vill hann ekki verða í forsetaframboði. Lélegur í veislum og hanastélsboðum.
Embættismenn eiga að hans mati að ganga um sjálfala í skóginum með skatta og gjalda krónurnar á bakinu, týna úr pokanum og dreifa í verkefni. Framkvæmdastjóri borgarinnar, borgarstjórinn á ekki að bera ábyrgð á fjárhirslum borgarinnar. Öllu er vel stjórnað og gríðarlegur árangur við að koma Orkuveitunni á réttan kjöl. Það er rétt svo langt sem það nær. Aðkoma Besta flokksins var slæm.
Forveri hans keypti húskumbalda á ofurverði við Laugaveg og nú vill Minjavernd selja uppgerðar torfur til að fá krónur í kassann. En eitthvað er bogið þegar leikskólabyggingar kosta um eina milljón króna hver fermetri. Sama gildir um tengingu borholu Hverahlíðar við Hellisheiðavirkjun, þar á hver metri af rörum að kosta um 500 þúsund.
Maður sem vill aftur verða með tvö þúsund á klukkutímann sem grínisti veit hvað klukkan slær. Kveður í auðmýkt og með 40% fylgi.
Björt framtíð fengi sex í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.