22.9.2013 | 21:29
Litadýrð við höfuðborgina
Á Bláfjallavegi ofan við Hafnarfjörð voru nokkrir útlendingar að ljósmynda fegurðina sem sjá mátti við Sundin og allt til Snæfellsnes. Það er ekki öllum kunnugt hve mikið litaúrval er að finna á þeirri leið þegar haustar. Ljósgrænn mosinn, hraunið, víðir og lyngið í haustlitum. Stutt að fara með ferðamenn sem varla verða fyrir vonbrigðum.
Á gönguleiðinni í Grindaskörð og sunnan Syðstubolla er að finna fallegan mosa og eldgosasteina í nær öllum litum. Göngustígurinn er talsvert breiður á hraunklöppunum sem sýnir að hér hefur verið talsverð umferð áður fyrr. Þegar upp á Skörðin er komið má sjá fjallahringinn með Þórisjökli, Skjaldbreið og snævi þakta fjallatoppa alla leið að Snæfellsjökli. Vestmannaeyjar og Surtsey í bláum litum í suðri. Ef stjörnubjartur himinn, þá er haustdýrðin fullkomnuð.
![]() |
Afar fallegt sólarlag í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.