Litadýrð við höfuðborgina

Á Bláfjallavegi ofan við Hafnarfjörð voru nokkrir útlendingar að ljósmynda fegurðina sem sjá mátti við Sundin og allt til Snæfellsnes. Það er ekki öllum kunnugt hve mikið litaúrval er að finna á þeirri leið þegar haustar. Ljósgrænn mosinn, hraunið, víðir og lyngið í haustlitum. Stutt að fara með ferðamenn sem varla verða fyrir vonbrigðum.

Á gönguleiðinni í Grindaskörð og sunnan Syðstubolla er að finna fallegan mosa og eldgosasteina í nær öllum litum. Göngustígurinn er talsvert breiður á hraunklöppunum sem sýnir að hér hefur verið talsverð umferð áður fyrr. Þegar upp á Skörðin er komið má sjá fjallahringinn með Þórisjökli, Skjaldbreið og snævi þakta fjallatoppa alla leið að Snæfellsjökli. Vestmannaeyjar og Surtsey í bláum litum í suðri. Ef stjörnubjartur himinn, þá er haustdýrðin fullkomnuð. 


mbl.is Afar fallegt sólarlag í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband