Undur Þríhnúkasvæðis

Skíðaganga til Þríhnúka frá skíðaskálunum eða undirhlíðum hnúkanna í byrjun maí er auðveld göngufólki. Ótrúlega flottur hellishnúkurinn í þrem vorlitunum blasir við göngumönnum, rauðbrún toppurinn, norðurhliðin mosavaxinn í grágrænum lit og að vestan í hvítri snjóbreiðu sem er í mörgum litbrigðum. Umhverfis tígurlegan eldgíginn er snjór. Skálinn að vestanverðu er full af snjó og verður eitthvað áfram.

Frá veginum upp í Bláfjöll lítur út sem gígarnir séu fjórir. Þegar ekið er frá Hafnarfirði í blíðviðri á vormánuðum er fátt eins fagurt og virða fyrir sér hraunbreiðurnar sem hafa runnið úr gígunum á Þríhnúkasvæðinu. Snjórinn og skuggarnir gera samspilið ævintýralegt og ekki skemmir útsýnið til yfir sundin og Esju, allt til Skjaldbreiðar. Hér eru andstæðurnar miklar og gera svæðið áhugavert allt árið. 

Hvers vegna örnefni mörg á Þríhnúkasvæðinu eru kennd við konung og drottningu? Engan skal undra að menn hafi litið á þessi fjöll sem konunglega fjalladýrð er bæri að upphefja. Stóra Kóngsfell 600 metra, Drottning og Kristjánsdalir. Þegar komið er í 300 - 600 metra hæð breytist ásýndin við hvert fótmál, landslag birtist í nýju ljósi. Ef þetta er ekki hluti af framtíðarþjóðgarði í göngufæri við höfuðborgarsvæðið veit ég ekki hvað á að prýða slíkan stað.

Frá Lönguhlíð að Bláfjöllum eru ótal eldgígar. Jarðsaga eldfjallaeyjunnar getur útskýrt jarðlögin í Grand Canyon, Arizona. Hvert hraunlagið á fætur öðru hefur hlaðist upp á löngum tíma. Hér er jarðsagan ung og augljós. Hver hnúkur og eldgígur segir sína sögu. Næstum hvert eldgos eftir ísöld er rekjanlegt og aldur þeirra sjáanlegur. Jarðfræðingar kunna á þessu skil en margir leikmenn eru ótrúlega fróðir.

Áhugamenn um íslenska náttúru hafa vakið athygli á Þríhnúkahelli. Farið inn um gígopið og opinberað nýja áður óþekkta vídd og veröld. Þeir hafa gert göngustíg upp hnúkinn og hlaðið fínlegar vörður sem leiða ferðalang að þessum einstaka helli. 

Grand Canyon heimsækja milljónir ferðamanna árlega frá hinum ýmsu áttum, skoða jarðlögin, dýra og plöntulíf, sögu íbúa og dýra við gljúfrin. Þar eru leiðbeinendur allstaðar, upplýsandi og gjarnan í skátabúningi sem táknar auðmýkt og hjálpsemi. Þjóðgarðar eru hluti af fagmennsku og áratuga markviss uppbygging gerir þá áhugaverða. Sjálfsagt þykir að taka hóflegan aðgangseyri og kosta til eftirlitsmenn og aðgengi. Sjálfbærir eins og sagt er. Staðir sem menn bera virðingu fyrir og upphefja. Sólgos eru áhugaverð en eldgos og saga þeirra í göngufæri.


mbl.is Sjáðu sólina gjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband