Stór hluti sviptur kosningarétti

Samstöðuleysi smáflokkanna var algjört. Komu of seint með framboðin og vildu koma sínu fólki framarlega á lista í stað þess að semja um einn lista. Með núverandi kosningalögum þykir það í lagi að 10 -20% kjósenda séu sviptir kosningarétti. Rökin fyrir 5% reglunni voru tekin upp eftir Tyrkjum og Þjóðverjum. Þjóðum sem eru nærri 300 sinnum fleiri en Íslendingar. Í öðrum vestrænum löndum eru ekki jafn miklar takmarkanir á atkvæðisrétti. 

Talsmönnum stóru flokkanna þykir þetta hið besta mál. Íslandshreyfing Ómars Ragnarssonar kom engum manni á þing enda þótt flokkurinn væri nálægt 5% markinu. Menn láta allt yfir sig ganga í þessum efnum. Það var ekki ljóst fyrr en undir morgun að Píratar næðu 5% markinu. Píratar hefðu átt að koma fjórða manninum inn ef atkvæðamagn væri það sama og hjá Framsókn að baki hverjum þingmanni. Framsókn er með um 2400 og Píratar nærri 3200 atkvæði á þingmann.

Baktjaldamakkið á Alþingi virðist jafnvel þingmönnum ekki ljóst. Á seinustu dögum þingsins var samþykkt að veita milljarða ríkistyrk til Kísilvers á Bakka. Skiptimynd í samkomulagi um að ljúka störfum þingsins? Á Norðurlöndum verða menn að semja á jafnréttisgrundvelli, annars er kosið um mál í þjóðaratkvæðagreiðslum. Píratar geta haft áhrif á starfsumhverfi Alþingis.


mbl.is Hægt að skapa þverpólitíska sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband