Eitt góðverk á dag

Innanríkisráðherra þeysist á milli staða til að undirrita samninga. Var síðast í Vestmanneyjum þar sem milljarðaferja er í kjölfarinu. Í Garðabæ vill hann ná sátt um Álftanesveg sem greiddur verður af ríkinu. Meðreiðarsveinar hans hafa verið drjúgir í "góðverkum" fyrir norðan. Vaðlaheiðagöng og Kísilver á Bakka.

Það sjá allir að skuldsetning ríkissjóðs fer langt fram úr öllum böndum. Samdráttur í þjóðfélaginu er meiri en áður og kemur niður á þeim sem hafa ekki stofnað til skulda. Á hverjum degi eru gerðar auknar kröfur til hins opinbera. Dagblöðin eru yfirfull af óskum um skuldsetningu, meiri þjónustu og gæði. Neysluþjóðfélagið með "ókeypis" dagblöðum ýtir undir umframeyðslu. 

Kjósandinn veit að þetta er svikamylla. Hann á ekki fárra kosta völ. Flokkurinn sem hann ætlaði að kjósa er yfirkeyrður af stærri frambjóðendum með mikinn fjáraustur. Nú kemur að því að hann þarf að meta hvar hann lætur atkvæðið sitt falla. Flokkar sem eru undir 2.5% í skoðanakönnun ná varla fimm prósentum sem til þarf á kjördag. Reynslan er órækur vitnisburður um það. 


mbl.is Kosningaloforðin almennt dýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband