17.4.2013 | 10:35
Bláfjöll og Þríhnúkaævintýrið
Meðgjöf með hverjum gesti er um 700 - 1100 krónur, álíka og greitt er með hverjum og einum í sund. Þarna vantar snjóframleiðslu til að lengja tímabilið. Þá þarf að vekja athygli ferðamanna á þessum möguleika og hafa aðstöðu fyrir þá. Við eigum að láta þá létta undir með okkur. Það þarf fleiri til að bera grunnkostnað og vetraferðamenn eru kærkomin viðbót.
Veg úr Bláfjöllum að Þríhnúkum þarf að gera og opna hellirinn fyrir ferðamönnum allt árið. Miklar og vandaðar skýrslur hafa verið gerðar þegar er snúa að vatnsverndarmálum og um umferð til Bláfjalla. Óþarfi er að bíða eftir fleirum. Hefjast handa strax og skapa aðstöðu við Þríhnúka, sem ættu að vera í þjóðareign.
Jafnvel þótt hellirinn verði ekki til sýnis fyrst um sinn, þá væri hægt að sýna eldfjallasöguna þarna á þessum magnaða eldfjallagarði. Eins og snjóalög eru nú er enn hægt að ganga á gönguskíðum frá Heiðatoppnum að Þríhnúkum. Svæðið er tilvalið fyrir skemmri gönguferðir. Menn eiga að leggjast á eitt að skapa góða aðstöðu á einum stað en ekki að dreifa kröftunum.
Ágætis skíðaskálar eru nú þegar í Bláfjöllum en fjölga þarf gestum. Fólkvangurinn í Bláfjöllum verður fyrr eða síðar hluti af eldfjallaþjóðgarði á Reykjanesi. Framtíðarplön þarf að gera og taka eitt skref í einu. Þríhnúkaævintýrið er eitt af mörgu sem kemur til að verða aðdráttarafl. Aðstaðan Í Yellowstone þjóðgarðinum í Montana eða í Yosemite í Kaliforníu var ekki sköpuð á einni nóttu. Þangað sækja milljónir árlega og þurfa að fara langar dagferðir til að komast í garðana. Í Bandaríkjum tala menn af lotningu um sína garða. Við eigum að vera stoltir af því sem hefur verið gert í Bláfjöllum.
Mikið tap á skíðasvæðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.