25.3.2013 | 20:39
Sagan endalausa
Einangrun í meir en þrjá til fimm daga er yfirleitt ekki beitt í réttarríkjum er haft eftir Gísla H. Guðjónsyni prófessor. Hvergi nema á Kúbu í Guantanamo eru álíka pyntingar stundaðar og hér viðgengust. Sævar var 615 daga í einangrun. Erla Bolladóttir var yfirheyrð í meira en 12 tíma á dag. Ung kona sem átti ungabarn og óttaðist stöðugt um velferð þess. Engin kona mótmælti.
Enginn saksóknari var látinn bera ábyrgð á þessum pyntingum. Enginn hæstaréttardómari sem kvað upp hinn endanlega dóm virtist meðvitaður um mannréttindayfirlýsingar sem bönnuð alla þessa mannlegu vanvirðingu og pyntingar. Sakadómur Reykjavíkur rannsakaði og dæmdi í þessu sama máli.
Nefndin leggur til að ríkissaksóknari ákveði hvort taka eigi málið upp að nýju. Embættið sem brást. Ef það gengur ekki eftir á Alþingi að taka af skarið. Væri ekki nær að alþingismenn og nefndir myndu spyrja dómsmálaráðherra hvernig ástandið er í dag með einangrun og gæsluvarðhald. Tugir sérfræðingar hafa verið tilkallaðir til að fara yfir þessi afglöp lögreglu og dómsvalds í áratugi. Endalaus umræða sem ekki leiðir til niðurstöðu af því ráðamenn komast upp með að vaða elginn. Allt á kostnað almennings sem á að búa við réttaröryggi.
Umfjöllun í Ríkisútvarpinu í dag um störf nefndarinnar var yfirborðskennd eins og svo oft áður.
![]() |
Ekkert hjarta í Sævari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.