Golgata umræðustjórnandans

Egill Helgason starfsmaður RÚV og þáttagerðarmaður á Eyjunni er iðinn við kolann. Á rúmri viku sér hann ástæður til að hallmæla mörgum einstaklingum í sjálfstæðum rekstri á netmiðlinum Eyjunni. Þann 5.12 lepur hann upp úr DV að Jón Ásgeir stýri Iceland keðjunni en ekki Jóhannes faðir hans. Hann skilur ekki að Jóhannes sem hefur staðið við búðarborðið í 50 ár þurfi aðstoð við skrifstofustörfin á efri árum.

Egill vill ekki fullyrða neitt um "ruslmat" í Iceland-versluninni á Íslandi, enda hefur hann aðeins keyrt fram hjá versluninni. Hann lætur samt að því liggja að samkeppni á lágvörumarkaðinum sé of mikill, en lítill í hinum betri þar sem hann virðist versla. Hann skilur heldur ekki hversvegna ”litli maðurinn” skuli fylla verslun Jóhannesar. Sá litli skyldi þó ekki treysta best Jóhannesi til að velja gæðavörur? Vel orðað af elítumanni og umræðustjóra RÚV: litli maðurinn. Veit hann ekki að samkeppni í verslun og þjónustu hefur skilað mestum hagvexti allra atvinnugreina undanfarna áratugi.

Pálmi Haraldsson sem hefur verið á stöðugum flótta með fyrirtæki sín fær stutta og óútskýranlega útreið sem "Sómi" Íslands 30. nóvember. Efasemdarpistill er um Nubo skáldið í heimóttarlegum anda Vinstri Grænna og svo má lengi telja. Kaupmannsdóttirin Margrét Thatcher er heldur ekki í hans aðdáendahópi þótt hún hafi verið sómi Bretlands og notið mikils traust, lengur en nokkur annar forsætisráðherra.

Egill leyfir sér að tala niðurlægjandi til borgara og fyrirtækja á Eyjunni og saka einn og annan um skattsvik. Hann tekur ferðaþjónustuna í bakaríið á Eyjunni og síðan velur hann fólk í umræðuþáttinn á RÚV sem er líklegt til að endurtaka ásakanir hans. Fyrirtækin og borgarar geta ekki varist áburðinum á RÚV. Á tímum vinstri stjórnar sem telur það þjóna tilgangi sínum að klekkja á "hrunmönnum" til að vegsama enn betur hlutverk sitt.

Hann hefur fengið lof í lófa fyrir skrif sín um listamenn, sem fluggáfaður viðræðu- og málamaður. Gott og vel, en því má ekki gleyma að hann talar frá miðli sem lýtur ekki lögmálum lýðræðis um fjármál og upplýsingaskyldu. Miðli sem notaður er sem átylla til að afla ríkissjóði auka skatttekna. Miðli sem á að verja samborgarana fyrir illgirni og skilningsleysi.

Egill grefur undan trausti á stofnanir samfélagsins sem eiga að tryggja pólitískt siðgæði. Leitar mest til menntaelítunnar um eftiráskýringar , en notar Eyjuna til að að rýna í bakspegillinn með jámönnum. Hann gagnrýnir ekki á sama hátt og Kastljósmenn. Þeir eru í látlausri viðgerðar- og innri skoðunarvinnu fyrir stofnanir sem fara út af sporinu. Samanber málefni Eirar, Skýrr, Advania og Ríkisendurskoðunar.


mbl.is Jón Ásgeir beitti Lárus þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Guðmundsson

Fallega gert af þér að standa með þeim sem að töpuðu öllu í bankahruninu.

Axel Guðmundsson, 16.12.2012 kl. 17:35

2 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Iceland búðin er rekin af Jóni Ásgeiri.

puntur.

Faðir hans er einsog áður leppur til að fegra gjörðir sonarins. Alveg einsog áður.

Birgir Örn Guðjónsson, 17.12.2012 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband