Marxísk fátækt og rangtrúarmenn

Íslenskir kommúnistar veðjuðu á rangan hest. Trúðu að "velferðakerfi" Stalíns myndi bjarga heiminum. Þeir beittu ýmsum meðölum til að breiða út þann boðskap. Flestum ólöglegum og í samráði við áróðursmenn í Moskvu. Undir merkjum velferðar íslenskra alþýðu ráku þeir dagblaðið Þjóðviljann og réðust miskunnarlaust á þá sem andmæltu eða gagnrýndu þá. Hannes Hólmstein Gissurarson lýsir aðferðum þeirra vel í bókinni Íslenskir kommúnistar. Trú þeirra á alræðisvald kommúnista leiddi þá til gjörninga sem enginn skilur í dag. Ungir menn ættu ekki að láta hjá líða að lesa þessa bók.

Í dag ráða öfl hér á landi sem lærðu fræði Karls Marx í löndum austantjalds. Vörðu alræðiskerfið bak og fyrir. Það er engin kommúnistagrýla heldur merkja menn það í dag á ýmsa lund. Íbúðarlánasjóður er dæmi um miðstýringu "velferðarmanna". Illa hreyfanlegt kerfi sem tapar milljörðum áður en fólk veit af. Setur fjölskyldur í skuldafjötra án þess að nokkur hreyfi legg eða lið. Þótt fjöldi húsa á Egilstöðum verði maurum að brá má ekki opna dyr tómra íbúða Íbúðarlánasjóðs á staðnum.

Seðlabankinn er undir stjórn marxískra áhrifa. Skattakerfið býður upp á misjöfnun, lífeyrissjóðir njóta skattalegs forgangs á meðan fjárfestingar fyrirtækja er skattlagar upp í rjáfur. Menn hrópa á betrumbætur í Kauphöllinni, en þora ekki að tala nógu skýrt.

Umræðustjórnandi Íslands á RÚV telur það hlutverk sitt að ráðast á frjálst framtak mörgum sinnum í viku í pistlum sínum. Hjá honum mæta fáir sem verja frjáls viðskipti eða gagnrýna fjárlögin. Hjá honum, og hans líkum eru umæður um fjárlögin málþóf.

Hreiðar Guðjónsson og Geir Ágústsson eru einir af þeim fáu sem hafa þrek og þekkingu til að gagnrýna málefni er varða aukin ríkisafskipti og Marxíska fátækt.


mbl.is Höftin leiða til óhagkvæmra fjárfestinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband