Að mörgu þarf að hyggja.

Sjálfsagt er að fagna þegar fjölskylda nær áfanga. Ættleiðingamál eru flókin og hafa margar hliðar. Fyrst og fremst er um fjölskyldumál að ræða og ættu ekki að vera fréttaefni eða mál sem utanríkisráðuneytið á að leysa.

Ef vel tekst til læra börnin móðurmálið og kynnast menningu heimalandsins. Fyrir nokkrum árum var talið mikið kappsmál að börn sem áttu erlenda foreldra hefðu forgang að leikskólaplássi. Fyrst og fremst til að læra það ilhýra málfræðilega rétt. Ofuráhersla var lögð á íslenskuna og mæðrum ráðlagt að kenna ekki samtímis móðurmálið. Við þetta glötuðu mörg börn þeim sjálfsagða rétti að læra fyrst móðurmálið. Fjarlægum málum eins og japönsku, kínversku en líka spænsku var úthýst. Þessi mistök hafa verið leiðrétt að einhverju leyti á síðustu árum. Ný stefna var tekin upp meðal kennara í stað hreintungu strax í bernsku.

Börn sem ættleidd eru frá fjarlægum löndum koma til að spyrja spurninga síðar. Í flestum tilfellum tekst vel til. Bæði móðurlandið og hið íslenska ættu að auðgast í menningu og samskiptum sé rétt haldið á málum. Kynþáttafordóma þarf að yfirvinna og huga að því hvernig við tökum á móti fólki af ólíkum þjóðernum.


mbl.is Komin heim með dæturnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband