Afbökuð umræða

 

Vinstri menn eru í kapphlaupi við afvegaleiða umræðuna þegar þeir kynna nýja skattheimtu. Gunnar Bragi er rökvís þegar hann talar um lélega framlegð 30 stærstu hótelanna. Flest eru þau í opinberi eigu, lífeyrissjóða, banka og bændasamtaka, sem segir sína sögu. Þau eru ólíkleg til að fara í aukna uppbyggingu í ferðamannaiðnaði ef hann skilar ekki meiru. Aukning ferðamanna hefur komið í bylgjum. Árið 2005 var talsverð aukning og svo nú í sumar og haust. 

Spár um fjölgun ferðamanna hafa ekki alltaf gengið eftir. Enginn hætta er á að ferðamönnum fjölgi nema til sé gistirými til að taka við þeim á annatíma, sem er 3-4 mánuðir. Á undanförnum árum hefur tómt atvinnuhúsnæði tekið við mestri aukningu á gistirými. Ekki af því að arðsemin var góð í greininni, heldur vegna þess að húsnæðið hefði öðrum kosti staðið autt og ónýtt. Sama gildir um autt húsnæði á landsbyggðinni sem hefur tekið á sig nýjar myndir við að breytast í gistirými. Einn stærsti virðisauki í ferðaþjónustunni eru fasteignagjöld af þessum húsum til sveitafélaga. Hann getur orðið hærri en 7% virðisaukaskattur af gistingu. Yfirleitt er frestun á virðisaukaskatti vegna uppbyggingar greiddur á 10-12 árum aftur til ríkisins. Sama hlutfall og af atvinnuhúsnæði.

Auk þessa greiða ferðamenn gistináttargjald og virðisauka í hærra skattþrepi af ótal vörum og þjónustu. Ferðamenn leggja líka sitt á vogarskálarnar til uppbyggingu vegakerfisins með greiðslum á eldsneyti. Það er því fjarri öllu lagi að segja að ferðamenn séu á meðgjöf hjá íslenska ríkinu. Ósvífið sagði einn hóteleigandinn og undir það ber að taka. Þetta er áróður sem vinstri mönnum hefur tekist að útbreiða með hjálp fjölmiðla.

Stjórnmálamenn hafa ekki hugað að því að láta einstaklinga byggja upp vinsæla ferðamannastaði með gjaldtöku. Í þess stað er býsnað yfir aðstöðuleysi og eðlilegri gjaldtöku við fjölfarna ferðamannastaði. Hver einstaklingur sem fer inn í Disneyland verður að borga 50 -100 dollara og þykir eðlilegt. Þjóðgarðar í Bandaríkjunum taka hóflegt gjald sem rennur óskipt til uppbyggingar og viðhalds. Algengt er 20 dollara séu greiddir fyrir fjölskyldu við innganginn og síðan er tekið fyrir tjaldstæði og aðra þjónustu.

 


mbl.is Rök fyrir því að aðlögunartími sé of stuttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband