Uppgjör með nýrri kynslóð?

Fleiri gögn í Guðmundar og Geirfinnsmáli geta litlu bætt við það sem er vitað. Allt sem skiptir máli hefur komið fram í sviðsljósið. Það er vitað að í um 10-15% mála fyrir dómstólum er niðurstaða tilkomin vegna rangra sakargifta. Sakborningar eru misjafnlega í stakk búnir til að taka takast á við réttarhöld og málaferli. Oft á tíðum er betra fyrir þá að semja við yfirvaldið. Það hefur lítið breyst en dómskipan hefur tekið breytingum. Margir hafa reynt að reifa málið frá því að dómur var uppkveðinn í Sakadómi. Hér er úrdráttur úr grein sem ég skrifaði í D.V. í janúar 1997:

"Spíri var það

Engar sannanir, allt getgátur. Þannig byrjar óhugnanlegasta mál íslenskrar réttvísi. Eitt er augljóst, að spíra var smyglað í land á Suðurnesjum á þessum árum og rétt mun vera að ríkið hafi orðið fyrir einhverjum tekjutapi þess vegna. Smygl hefur alltaf verið þar sem ofurtollar eru notaðir. En hvort það hafi verið nægileg ástæða til að koma á líf skrímsli er spurning sem rannsóknarlögreglumenn ættu að hugleiða öðrum fremur. Geirfinns- og Guðmundarmálið tekur á sig vængi í slippnum í Keflavík í höndunum á rannsóknarlögreglu og Sakadómi Reykjavíkur. Sævar Ciesielski er leiddur þar sem fangi fram á leiksviðið. Sakadómur sem rannsakaði og dæmdi í eigin málum. Notaði einangrun og þvinganir til að fá fram játningar, þrátt fyrir aðvaranir dómsmálaráðuneytisins. - Þessi atriði ættu að liggja nokkurn veginn ljóst fyrir öllum sem vilja kanna þessi mál."

Jón Oddson lögmaður Sævars reyndi allt hvað hann gat til að verja sakleysi Sævars, en við ofurvald var við að tefla. Ég fór oft á skrifstofu Jóns í Garðastræti á þessum tíma til að fræðast um málið, því ég efaðist alltaf um sekt hinna fangelsuðu ungmenna. Síðan eru liðin meir en 30 ár og enn hafa sakborningar ekki fengið uppreisn æru í máli 214/1978. 


mbl.is Fundu fleiri gögn um Geirfinnsmálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband