Velferð á villigötum.

 

Nær alla síðustu öld var lágfótu haldið í skefjum með markvissum veiðum. Ekki lengur. Bændur eins valdamiklir og þeir hafa verið væri í lófa lagið að fá samþykkta löggjöf sem leyfði refaveiðar sem hvert annað sport. Skollaveiðar með ákveðnum skilyrðum og gjaldtöku. Það gæti létt álagi á rjúpu en einnig verið mörgum manninum hin besta útivera.

Ást á njóla og rebba eiga sér ákveðnar forsendur. Með auknum niðurgreiðslum og styrkjum til bænda, en líka vegna fækkunar mannfólks í sveitum er ekki lengur sami metnaður og áður að vinna á dýrbít. Tófa sem var mest megin á hálendi er nú komin í byggð. Sama hvert farið er, allstaðar má sjá ref og yrðlinga spóka um holt og hæðir. Hvort sem er í Dómadal eða við Esjurætur. Við aukningu refa hverfur svo fuglalíf sem áður var fjölskrúðugt á sömu stöðum.

Umhverfisinnar telja það sínum málum til framdráttar að leyfa vargi að ganga óáreittum um óbyggðir. Láta náttúruna hafa sinn gang og raska nær engu. Njólamenn í borgum eru hinsvegar annað hvort of önnum kafnir í velferðinni eða of latir til að halda illgresi frá sínum görðum, nema hvort tveggja sé.

 

 


mbl.is Trippi banaði tófu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband