5.5.2012 | 10:40
Tækifæri ef stjórnvöld akta
Ungir hagfræðingar og spákaupmenn í Ameríku eiga bróðurpartinn í því hruni sem varð á fjármálamarkaði. Ríkisstyrkt kerfi andskotans oft kennt við jöfnuð. Reglulega heyrast raddir þeirra í Silfrinu eða á síðum dagblaðanna. Jón Steinsson hagfræðingur og kennari við Columbíu háskóla sendir okkur reglulega pistla um úrbætur gegn verðbólgu og ráðleggingar til Seðlabankamanna. Í Fréttablaðinu í dag brýnir hann fyrir Seðlabanka að hækka "stýrivexti" um 2.5% til að vinna á "sjálfsprottni verðbólgu". Augljóst er hann býr ekki í landinu og veit ekki hvaða afleiðingar það hefur á hag heimila og fyrirtækja á næstu misserum. Veit hann að meiri hluti fyrirtækja á í erfileikum og eru í stoðkerfi banka.
Hagfræðingar vitna gjarnan í hagtölur og tala um minnkandi atvinnuleysi. Atvinnuleysið er eitt blekkingarstigið sem kemur hagfræðingum út af sporinu. Á vormánuðum eykst framkvæmdahugur og ýmislegt fer í gang sem ekki á við aðra ársfjórðunga, því minnkar atvinnuleysi nú um 1.2%. Strandveiði hefst og óvenjumikill afli hefur borist á land í byrjun árs. Þá er Vinnumálastofa að fara á stað með atvinnuátak sem kostað er af atvinnurekendum. Veit Jón um að atvinnurekendur sem bjóða upp á tímabundin störf fá ekki starfskrafta til vinnu nema að leita út fyrir landsteina.
Verðbólga getur aldrei verið sjálfsprottin. Hún á sínar orsakir og jarðveg. Ríkisstjórnin byrjaði árið með skattahækkunum, meðal annars á bensín. Síðan tók Seðlabankinn ákvörðun um tímabundna gengislækkun, gengissig sem nú er að ganga til baka. Sem afleiðing hækkaði verðlag og ríkissjóður fékk meira í kassann af veltisköttum. Allt þetta hefðu menn getað séð fyrir væri hugur á að horfa í baksýnisspegilinn. Lítill áhugi virðist hjá stjórnvöldum á að halda niðri verðbólgu og standa fyrir samráði gegn henni með lífeyrissjóðum, launafólki og atvinnurekendum. Þá er lítill áhugi á að tengjast strax öðrum gjaldmiðli vegna þess að það kallar á víðtækt aðhald.
Opnun Bauhaus í dag, byggingakeðju með uppruna í lágvaxtalandinu Sviss gæti stuðlað að lækkun verðbólgu. Tækifærin til að ná tökum á verðbólgu eru mörg en lágir vextir eru lykillatrið, þar hefur Bauhaus forskot. Ef vextir eiga eftir að hækka meir á innlendum fyrirtækjum mun forhlaup erlenda fyrirtækja aukast og heimamenn verða meiri áhorfendur og þiggjendur
Allt fullt hjá Bauhaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.