Andy Rooney og Íslandsvinurinn Nubo

70 ára rithöfundaferli Rooney er lokið. "Að segja sannleikann í gegnum útvarp og sjónvarp." Eftirtektarvert er að hann leit á sig sem rithöfund, fyrst og fremst. Það tók Andy 50 ára að verða frægur að hans eigin sögn. Eftir það reyndist erfitt að forðast frægðina. Maðurinn var með eindæmum orðheppinn. Í Ameríku eru eldri menn sem vilja vinna ekki settir til hliðar á hvíldarmannabekk. Allt of margir fullfrískir hætta of snemma og því miður deyja löngu fyrir tímann. Rooney var á tíræðisaldri.

Góðir fjölmiðlamenn eru dýrmætir hverju þjóðfélgi. Framlag þeirra verður seint metið að verðleikum. Þeir þurfa að getað skilið skrúðmælgi og óskhyggju frá meginmáli. Nóg er af flækjufótum sem vilja birgja sýn að sannleikanum. Góðir fjölmiðlamenn detta ekki af himni ofan. Þeir þurfa langa og stranga æfingu. Mestu skiptir eðlisleg forvitni og að höndla sannleikann sem oft leynist eins og saumnál í heystakki. 

Hjá Andy voru nær engin húsbóndaskipti, hann vann alltaf hjá sama fyrirtækinu og fékk að blómstra af því að áhorfendur líkaði vel við framlag hans. Í Ameríku ber fjöldinn uppi góða miðla og tryggir að afburðamenn fá notið sín. Hjá Time starfar einn slíkur Fareed Zakaria. Maður sem er sí skapandi, fræðandi og leitandi. Ólíklegustu málum kemur hann til skila á læsilegan upplýsandi máta. Hann rekur ættir sínar til Indlands og er nú kominn með viðtalsþætti hjá CNN. Í nýjasta vikublaði Time kemur hann inn á menntamál og er ómyrkur í máli.

Andy Rooney var minnst hér tilhlýðilega við andlátið, en líklega þekkja margir hann frá áhorfi á CNN ? Hér er góðum fjölmiðamönnum sjaldan hampað. Þeir hafa þurft að lúta aga stjórnmálamanna og til skamms tíma þéruðu spyrlar á RÚV alla opinbera virðingamenn. Fyrirætlanir Nubos á norðlenskum öræfum eru flestum íslenskum þegnum undrunarefni. Hefðu Rooney eða Zakaria getað útskýrt málið? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband