Blekkingarleikur

Vinstri grænir með Jóni Bjarnasyni í farabroddi munu sjá til þess að þetta loforð ríkisstjórnarinnar verður innantómt blaður. Það þarf enga stjórnarandstöðu til.

Atvinnustefnan á Norðurlandi er líka með annmörkum. Þar er búið að halda fólki í áldraumsýn í 5 ár, en aldrei rætt um verð á raforkunni. Mikið ákall er gert til erlendra fyrirtækja en engin stefna sem miðar að því að innlendir aðilar ráði yfir og reki fyrirtækin. Nánast er sama hvað deild úr fjórflokknum hefur ráðið för, alltaf er kallað á erlent fjármagn. Því er gleymt fyrir löngu að við þurfum innlenda sparisjóði og banka til að efla sparnað og ráða okkar eigin málum. Ný bankalöggjöf er ekki í sjónmáli og engin stefna um eignarhald enda trúa vinstri menn því að fjármál og sparnaður séu af hinu illa. Stjórnmálamenn Norðurlands finna ekkert þarfara með skattpeninga að gera en bora göng fyrir 10-15 milljarða sem spara aðeins 16 km leið. Þar fara samfylkingarmenn fremstir í flokki í yfirboðum. Allir vitibornir menn vita að slík göng er óráðsía og miklu nær væri að nota þá peninga til að treysta atvinnuuppbyggingu sem skilar útflutningstekjum.

Hræðsla Samfylkingar við framboð Guðmundar Steingrímssonar er skiljanlegt en líka aðrir mega gæta sín. 


mbl.is Mun klára aðildarviðræðurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jón Bjarna verður látinn fara og hlýðinn rakki tekinn inn í staðinn þannig vinnur fjórflokksmafían hjá okkur! Það er ekkert lýðræði heldur flokksræði og foringjaræði sem hér ræður för, þessu vreðum við að breyta nú þegar því við megum engan tíma missa vegna válegrar stöðu okkar!

Sigurður Haraldsson, 21.10.2011 kl. 23:16

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

VG. virðast vera kettlingar Jóhönnu...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.10.2011 kl. 08:10

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll nafni, það verður æ erfiðara fyrir stjórnmálmenn að lofa einu þegar annað blasir við. Upplýsingastreymi almennings er það mikið að það hálfa væri alveg nóg. FÍB telur t.d.vegatollar um Vaðlaheiðagöng óskhyggju. Reiknisglöggir sjá líka að þingmenn reikna ekki dæmið til enda. Sýndarleikfimi er ekki til að auka hróður þeirra. Flestir þurfa að lifa í raunveruleikanum.

Sigurður Antonsson, 22.10.2011 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband