Furðusögur dagsins

Í Kastljósi kvöldsins var sagt frá íslenskum manni sem hafði dvalið 27 ár í ensku einangrunarfangelsi. Sighvatur Björgvinsson fyrrum heilbrigðisráðherra tiltók líka að hann hafði komið upp aðstöðu á Sogni til að taka á móti geðsjúkum föngum. Í andstöðu við íbúa svæðisins og lækna á geðsviði. Heldur döpur var sú niðurstaða Sighvats að ráðherra bæri alltaf ábyrgð. Ekki samfélagið eða undirmenn?

 

Á blautum haustdegi 2011 er ungur maður sem áður hefur verið úrskurðaður geðveikur dæmdur í 16 ára fangelsi af Hæstarétti. Af myndum í fjölmiðlum er ekki að sjá annað en að maðurinn sé ekki í tengslum við veruleikann. Óbreyttir eiga ekki að hafa skoðun á málinu þó flestir sjái að þarna er misræmi. Lög og raunveruleiki eru sitthvað.

 

Nú er ný kynslóð að fara fram á að  Guðmundar- og Geirfinnsmálið verði tekið upp aftur. Sá böggull fylgir skammrifi að þeir menn sem dæmdu í því máli eru líklegir til að hafa úrskurðarvald um endurupptöku. Þegar hafa nokkrir valdamenn í rannsóknar- og dómskerfinu lýst því að Sakadómur sé óskeikull. Stofnun sem rannsakaði og dæmdi í sömu málunum. Þá má ekki gleyma lýsingum fangelsisprest af Síðumúlafangelsinu og ótal annarra sem er misboðið.

 


mbl.is Sakhæfi er lögfræðilegt hugtak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæll Sigurður, allir sem fremja svona glæp eru geðveikir en þessi glæpur var framin á löngum tíma ekki í bræðikasti, glæpamaðurinn var búin að vingast við fórnarlambið til að ná í unustu hans.

Það hefði orðið hræðilegt fyrir ættingja og vini Hannesar ef morðinginn hefði verið fluttur af Sogni niður á nýjudeildina á kleppi, og fengið að skreppa í mat á nýja veitingastaðinn KFc við Sæbraut.

Bernharð Hjaltalín, 14.10.2011 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband