Huang og Stórval heillast af Herðubreið

Hver veit nema karlinn sjái eitthvað sem aðrir koma ekki auga á. Söngur næturgalans getur allt eins verið á Fjöllum. Ekki er langt að fara í Ásbyrgi, til Mývatns eða í Öskju. Perla Norðurlands Dettifoss er við túnjaðarinn. Hrikaleg gljúfur og jarðhiti í nágreninu. Fallhæð í Jökulsá á Fjöllum býður upp á flúðasiglingar. Flugvöllur á landareigninni.

Kínverjar vilja hafa sína matreiðslumeistara við höndina og helst versla við sína menn. Íslensk ferðaþjónusta hefur ekki fengið að ráða kínverska kokka, enda þótt kínversk matagerðalist sé annáluð um allan heim. Kínverjar setja ýmis skilyrði fyrir erlendra fjárfestingu í Kína og sama ætti að gilda á Norðurlandi. Ef vel tekst til gætu nýjar gáttir opnast og fjölbreytni íslenskra ferðaþjónustu aukist. Stefán frá Möðrudal var afkastamikill listamaður og svo mun Hunag líka vera skáld.


mbl.is Tugmilljarða fjárfesting á Fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru alveg frábærar fréttir.  Þú gleymdir að minnast á Húsavík.

Skyldi ekki alveg áðan í útvarpinu þegar talað var um að menn vildur sjá stóriðju við hliðina á ferðaþjónustu;) 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 18:57

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Stefán, að sjálfsögðu Húsavík og hvalaskoðun. Silungsveiðin í vötnunum og laxinn fyrir þá er hafa þolinmæðina. Fuglalífið við Mývatn, ein dásemd sköpunar.

Kunningi minn býr fyrir norðan Hong Kong og lætur Kínverja mála íslenskt landslag og abstrakt með misjöfnum árangri. Þeir gætu mikið lært af Stórval. Hluti af verkum hans ætti heima á Möðruvöllum eða á Húsavík, ekki í geymslum hjá Gnarr. Viðskipti og ferðaþjónusta auka vináttu og þekkingu. Einfalt.

Sigurður Antonsson, 25.8.2011 kl. 20:59

3 identicon

Já,  alveg sammála þér.  Ég er að klára síðasta árið í BA í Intl. Hosp. Management og hér eru ansi margir kínverjar.  

Það er hægt að læra mikið af þeim.  Ég vona að hann komi með nokkra landsmenn með sér. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband