Gjaldþrotastefna í húsnæðismálum

Áður fyrr eignuðust menn húsnæði með mikilli vinnu, eigin framlagi og óverulegu bankaláni. Ólíklegt er að þeir tímar komi aftur á meðan fólk sér ekki ávinninginn í að eignast húsnæði. Skattastefna opinbera aðila talar sínu máli. Í dag er búið að tengja fimm gjaldstofna við fasteign. Fasteignaskatt, lóðaleigu, brunatryggingu, viðlagagjald og á síðasta ári bættist við auka vatnsgjöld, fráveitu og auðlegðarskattur með meiri þunga en áður. Talað er um að fangelsisgjald gæti orðið næsti póstur. Ungt fólk lætur ekki misbjóða sér í nafni velferðar. Hér er enn einn ávöxturinn af gjaldþrota útlánastarfsemi banka. Stjórnvöld munu einnig neyðast til að breyta um stefnu, sýna enn meira aðhald í fjármálum og útgjöldum. Ríkisábyrgð er sama og ríkiseign. Séreignastefna í húsnæðismálum er steindauð.
mbl.is Hjálpi ungu fólki að kaupa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Það þarf að afnema verðtryggingu húsnæðislána á Íslandi áður en hægt er að ráðleggja nokkrum manni að fjárfesta í húsnæði nema eiga nánast fyrir því öllu við kaup en það er náttúrulega ekki raunin með það unga fólk sem við erum að tala um hér. Það á að öllum líkindum ekkert eigið fé frekar en aðrir Íslendingar en stendur frammi fyrir því að vera að stofna fjölskyldu og þarf að vega og meta þá kosti sem standa til boða sem eru að leigja eða kaupa en á meðan verðtrygging er við líði á húsnæðislánum heimilanna þá eru aðvitað bæði lán til húsnæðiskaupa og leiga bundin hækkun vísitölunnar sem er óásættanlegt og þarf að komast í samt horf og í þeim löndum sem við miðum okkur alla jafna við, þ.e. hin norðurlöndin.

Hvet alla til að fara inn á heimilin.is sem er síða Hagsmunasamtaka heimilanna og skrá sig í samtökin og undirrita líka um leið kröfu á stjórnvöld til leiðréttingar stökkbreyst höfuðstóls lána heimilanna og afnáms vísitölubyndingar lána til heimilanna. 

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 27.8.2011 kl. 00:25

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll Vilhjálmur

Eitthvað mikið hefur farið úrskeiðis. Verðtryggingin virðist vera verðbólguhvetjandi í sjálfu sér og birtist eins og óhugnanlegt óviðráðanlegt skrímsli.

Hjón sem bæði vinna úti keyptu íbúð á 23 milljónir fyrir 5 árum. Staðgreiddu 2 milljónir og tóku verðtryggt lán upp á 21 milljón. Greiddu í vexti og afborganir um 5 milljónir á tímabilinu. Fengu nú lánið fært niður um 4 milljónir ( úr 27 millj.) og skulda eftir það 23 milljónir í júní. Íbúðin gæti selst á 21-22 milljónir. Tap þeirra er umtalsvert þrátt fyrir leiðréttingu. Þau sjá fram á að eftir fimm ár verður staðan með núverandi verðbólgu síðst betri. Með því að taka upp dollar eða evru væri hægt að vinda ofan af þessu sjálfskaparvíti.

Sigurður Antonsson, 27.8.2011 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband