Eru áhrif ASÍ, SA og Útvarps Sögu hættuleg lýðræðinu?

Einhliða málflutningur sterka sem smára aðila getur skapað lýðræðishalla. Þekkt eru tök sterka aðila í sjávarútvegi á kjaraviðræður, áhrif þeirra á verðbólgu og sífelldar gengisfellingar sem leiða til versnandi lífskjara og óróa. Lars Christensen bankamaður Danske Bank líkti sjávarútvegnum við viðvarandi óstöðugleika. Ávöxtunarkrafa lífeyrissjóða veldur líka verðbólgu. Útvarp Saga er þekkt fyrir öfgafullan einhliða áróður gegn sitjandi ríkisstjórn, Icesave, ESB og fl. Viðmælendur útvarpsins er mikið til þeir sömu, óvægir og formælandi. Í Þýskalandi er búið að setja varnagla gegn slíkum áróðurstöðvum af dýrkeyptri og hörmulegri reynslu af uppgangi nasista. Sterkir fjölmiðlar með hófsaman málflutning gæta sín á því að yfirbjóða ekki og skapa óþarfa vantraust. Bylgjan hefur skoðanaskipti og fréttaskýringar án þess að vera með þjóðarembing og áróður. Mörgum finnst Morgunblaðið vera áróðursmaskína forréttindahópa, en Mbl.is á að vera hlutlaus netfréttastofa með litað fréttaval. "ASÍ hvarf af vettvangi", eins ölvaður ökuþór? DV er mótvægi gegn áróðri stjórnmálastétta og valdagrægði með áherslu á krima. Fjölmiðlarnir endurspegla þjóðfélagið og veikja stöðu stjórnvalda. Augljóslega erfitt að ná jafnvægi.
mbl.is ASÍ hvarf af vettvangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Ég er ekki sammála þér, langt í frá!!!

 Útvarp Saga hefur leyft öllum röddum að heyrast. Og sannleikurinn og ólík sjónarhorn hafa ekkiverið þögguð niður þar, heldur þvert á móti haldið á lofti. Sú gífurlega vinna sem Útvarp Saga hefur með upplýsandi umræðu sinnt mjög vel, mun verða einn stærsti þáttunum í að koma okkur á réttan kjöl á raunverulegum forsendum, en ekki ímynduðum og innistæðulausum mattador-peningum þjófa og ræningja. Hvaðan hefur þú það að SA/ASÍ og Útvarp Saga séu á sama báti? Þvílíkar lygar og áróður!

 Hvað kemur fólki eins og þér til að sjá hlutina svona svart/hvítt? Það er hreinlega ekki sanngjarnt af þér að segja þetta! En það er svo margt ósanngjarnt sem er látið óáreitt í þessu pólitískt hertekna þjóðfélagi að það kemur ekki á óvart. Ógnaröfl svikaranna og þjófanna eru alls staðar að troða lygum uppá fólk í mafíufjölmiðlunum fjarstýrðu! Og auðvitað eru sumir sem trúa þessum lygum og ekkert skrýtið við það.

 Ef ekki eru allir á sömu mötuðu skoðuninni er ætlast til með rógburði aðkeyptra penna, að vera af fjöldanum: hataðir, fyrirlitnir og bornar út lygar um viðkomandi! Svo sem fábjána og fleira sem betra er að hafa ekki eftir, í aftöku-eineltis-dúr! Er það þannig réttlæti sem þú vilt hafa fyrir samfélagið? Vilt þú láta koma þannig fram við þig ef þú missir áróðurs-klíkuhollustu þeirra sem ránunum/áhrifunum/skoðununum stjórna?

 Eða er möguleiki á að leyfa öllum skoðunum, skoðanaskiptum og rökræðum ásamt almenningi að lifa án eineltis? Er ekki búið að siðvæða fordómafullar Gróu-sögur og gapastokkinn burt ennþá á 21 öldinni? Greinilega ekki. Í dag þykir sumum fínt og í lagi að leggja fólk í einelti og taka það af lífi andlega, sem ekkert hefur gert öðru fólki annað en að vera ósammála! Og svo standa gerendurnir á hliðarlínunni og þykjast vera gáfaðri en aðrir, góðir, réttlátir og saklausir!

 RÚV hefur svikið 100% sitt hlustlausa skylduhlutverk gagnvart þjóðinni og spilað með svikurum og ræningjum, og þó er það almenningur þessa lands sem situr uppi með miljarða-kostnaðinn af RÚV. Ekki borgar einn einasti landsmaður skylduáskrift af Útvarp Sögu!

 Svo vil ég benda þér á þá staðreynd að enginn fjölmiðill hefur haldið meir á lofti sannleikanum um höfuðvanda Íslendinga, sem er rányrkjan á sjávarauðlindinni frá almenningi þessa lands! Svo hvað ert þú eiginlega að meina? Í hvaða liði ert þú eiginlega!

 Tek undir að Bylgjan sinnir hlutleysinu vel samhliða músíkinni.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.4.2011 kl. 13:16

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Anna Sigríður, þakka þér innlitið. Útvarp Saga hefur nú slitið barnskónum og hefur á sinni göngu náð talsverðri hlustun. Margir þættir t.d. á laugardögum og árla á virkum dögum eru ágætir og oft kafað dýpra en hjá öðrum útvarpsstöðum. Þá koma stöku sinnum ungir menn fram á sjónarsviði með skemmtilega þætti. Yfirlýst stefna eigenda að vera í "stjórnarandstöðu" hverju sinni gengur ekki upp. Það er ekki málefnalegt að vera á móti öllu. Í sumum þáttum er staglast á því að það verði að koma ríkisstjórninni frá. Allt endurtekið í síbylju, oft 15- 20 sinnum. Það sem okkur vantar er stöðuleiki en ekki flokkadrættir og átök. Fáir eru sáttir við aðgerðir stjórnvalda, en fjögur ár eru fljót að líða og þá koma kosningar. Nýtt val kjósenda. Hér hefur lítið breyst, þrátt fyrir að skoðanaskipti eru leyfð í mörgum blöðum og útvarpstöðum. RÚV afþreyingarsjónvarpið er ekki upp á marga fiska en sama gildir um erlendar stöðvar. Allt tekur breytingum og tímabært fyrir Sögu að hugsa sinn gang.

Sigurður Antonsson, 16.4.2011 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband