Norðmenn vita betur

Forkastanlegt hvernig fyrstu fréttir birtust af strandinu. Alvarlegt mál ef fjölmiðlar og lögregla eru að reyna að koma allri sök á skipstjórann. Mikill ábyrgð fylgir skipstjórn en hún er líka hjá hafsögumanni og þeim sem setja út baujur, stýra og skipuleggja umferð um þröng sund. Oft hefur sá sem heldur við stýrið forðað árekstri en hér hefur margt valdið því að illa fór. Ekki er laust við að Norðmenn finni það að hér eiga þeir hlut að máli. Framsetning frétta var eins um játningu sakamanns lægi fyrir. 
mbl.is Lóðsinn fór of snemma frá borði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

“Framsetning frétta var eins og um játningu sakamanns lægi fyrir” það fer nú eftir hverjum og einum hvernig hann/hún velur að lesa fréttir.

það ber alltaf að fara varlega með að mynda sér endanlegar skoðanir eftir fréttamennskunni einni saman, hvort sem um Eimskip annarsvegar eða Norska "Kystverket" (ábyrgir fyrir lóðsþjónustunni) hinsvegar er að ræða og því sem þessir aðilar eru að leka í æsihungraða fréttamenn, sannleikurinn kemur í ljós í sjóprófum og í framhaldi af því hvað betur má gera þannig að slíkt ekki endurtaki sig.

það er búið frá upphafi að segja að lóðsinn hafi farið fyrr en venja er frá borði, en er víst ekki óvenjulegt þegar um reynda og kunnuga skipstjórnarmenn er að ræða eins og í þessu tilfelli, hinsvegar er haft eftir skipstjóranum í viðtali við lögreglu, að hann viðurkenni að hafa tekið rangann "kúrs" sem er jú bara staðreynd, annars hefði skipið ekki strandað, en eftir stendur að fá að vita hversvegna, kannski fá aðilar að þessu máli frið fram að sjóprófum, svo æst erum við ekki eftir fréttum það er það ?, verum heldur þakklát fyrir að ekki hlaust verra af, hvorki manntjón né alvarlegri mengun en nú lítur út fyrir.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 21.2.2011 kl. 19:31

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Kristján

Sammála þér um fréttamennskuna. Hún er oft lituð til ná athygli. Skipstjórnarmenn eru hver öðrum varkárari og láta lítið hafa eftir sér nema að vel athuguðu máli. Norðmenn eru vanir að sigla innanfjarða og flestum öðrum kunnugari sundum og fjölförnum sjóleiðum. Þar fyrir utan er Oslóarfjörður eitt af perlum Noregs.

Sigurður Antonsson, 21.2.2011 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband