Búsáhaldabylting eða miklu dýpra?

Áhrif Bandaríkjanna fara minnkandi í Mið-Austurlöndum. Landamæri Egyptalands og Gaza kunna að opnast, en Mubarak var mikill stuðningsmaður Bandaríkjanna og Ísrael. Fjárframlög Bandaríkjanna til Egypta námu 3.5 milljónum dala á dag. Mubarak var einn af hinum stóru vopnakaupendum sem dansað var í kringum. Hann byggði upp tíunda stærsta her í heimi og stjórnaði landinu með neyðarlögum. Sjónvarpsstöðin AlJazeera lýsir vel væntingum fólksins í Mið-Austurlöndum og ekki er ólíklegt að svipuð þróun eigi þar stað og varð í Suður-Ameríku. Bandaríkjamenn tala um byltingu sem eigi eftir að valda miklum breytingum.

Hér hefur foringjavaldið og fjórflokkurinn ráðið öllu sem þeir hafa viljað. Stór hagsmunasamtök, bankar og fákeppnisfyrirtæki styðja við núverandi valdakerfi og viðhalda því. Bandaríkjamenn höfðu lengi mikill áhrif á utanríkisstefnu okkar en lokuðu síðan dyrum á íslenska ráðmenn sem þóttu nokkuð ósjálfstæðir og ágengnir. Gerjunin í íslenskum stjórnmálum er ekki búin, en eins og í Egyptalandi eru blikur á loft. Hrun krónunnar, upplýsingastreymi um internetið og ný útvarpsstöð hafa aukið vantrú á að stjórnvöld ráði við efnahagsvandann sem framundan er.


mbl.is Fagna falli Mubaraks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband