Innkaup eru vald

Því má ekki gleyma að innkaup eru það vald sem er næst fólkinu. Verslum við hjá fyrirtækjum sem bankar eða lífeyrissjóðir eiga? Viljum við að þeir sem búnir eru að afskrifa allar skuldir fái viðskipti okkar. Hreinsa sig eins og það heitir á viðskiptamáli bankamanna. Viljum við fara í alla ranghala Ikea til að ná í ákveðna hluti eða er okkur misboðið. Það er örugglega upplifun fyrir konur sem eiga von á barni að fara í hvern krók og kima því þær vanhagar um margt til heimilisins, en fyrir þann sem þarf að leita að smáhlutum sem ekki fást annars staðar er þetta sóun á tíma.

Fyrirtæki Jóns Ásgeirs og Jóhannesar voru framarlega á mörgum sviðum. Starfsfólkið var sérlega vinsamlegt. Hvert fótmál viðskiptavinarins var vandlega hugsað og sama gildir um hvar varan er staðsett í hillunum. Sækja mjólk og ávexti innst inni. Allt byggt á rannsóknum og þekkingu sem eru ákveðin vísindi innan verslunargeirans. Margir segja að lágvöruverslun hafi þróast hér eins og annarstaðar á vesturlöndum en það er ekki rétt. Nú þegar bankar eiga fyrirtækin hefur heldur skerpan dofnað á hvað skiptir viðskipatmenn mestu máli. Hér eru því tækifæri fyrir aðrar lágvöruverslanirnar ef þau fá sömu fyrirgreiðslu í banka. Fákeppni er okkar helsta vandamál og það sjáum við í verðmyndun löngu áður en kemur að smásöluversluninni eins og hjá olíu og skipafélögunum. Verkalýðsfélög hafa lagt sitt á vogarskálarnar til að herða enn á fákeppni í þeim geira með auglýsingum.


mbl.is Völundarhús til að auka viðskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband