3.2.2011 | 20:35
Auðlegðarskattur og aðhaldið
Margar tilraunir voru gerðar af lögþingum til að koma á samblandi af eignar og auðlegðarskatti, en þeir þóttu brjóta á eignarréttaákvæðum. Eins og hér á landi þóttu þessir skattar ósanngarnir og ekki ná tilgangi sínum eða vera í anda stjórnarskrárinnar. Stjórnlagadómstóll í Karlsruhe gagnrýndi þýsk stjórnvöld fyrir álagningu á tekju og eignarsköttum og lögðu til að aldrei mætti skattleggja meir en helming af tekjum manna með þessum hætti. Það var til að stjórnvöld breyttu skattastefnu sinni.
Kaliforníubúar settu í lög 1987 að aldrei mætti leggja á hærri fasteignaskatta en sem næmu meira en 1% af söluverði fasteignar. Eftir aldamót hækkuðu eignir á vesturlöndum verulega í verði og eignaskattar urðu því meiri en margur skattgreiðandinn hafði burði til að taka á sig. Margir höfðu ekki hugsað sér að selja heimili sín eða höfðu miklar tekjur til að greiða aukna eignaskatta.
Danir aflögðu auðlegðarskatt árið 1997 og nú þykja þessir skattar börn síns tíma. Þeir eru taldir skaða efnahag landanna þar sem fjármagn leitar annað, hrekja burt fjárfesta og hvetja ekki til eignamyndunnar.Samtök fjárfesta eða samtök sparifjáreigenda lögðu fram umsögn um auðlegðarskattinn. Þau vekja athygli á að þessi skattur er nú nær óþekktur á Vesturlöndum. Hann dragi úr sparnaði og seinki efnahagsbatanum sem menn hafa beðið eftir.
Talnakönnun greindi frá því fyrir skömmu að sjö krónur af tíu kæmu í hlut ríkisins. Aðrir hafa reynt að gera lítið úr skattahækkunum. Sem hlutfall af landsframleiðslu eru skattar svipaðir og á útrásarárunum en þá var skattstofninn mun stærri. Tekjur hafa dregist verulega saman og því eykst skattbyrðin til ná sama hlutfalli. Vandamálið er þegar nýir skattar draga úr umsvifum, sparnaði og atvinnu.
Stjórnvöld hafa spáð betri afkomu, meiri atvinnu og hagvexti en raun hefur verið á. Stýrivextir 4.25% eru enn háir miðað við önnur ríki þótt þeir hafi verið 18% fyrir tveimur árum. Margt er gefandi fyrir litla verðbólgu en óvíst er hve lengi það varir því ríki og bæjarfélög hafa gengið á undan með hækkanir. Aðhaldið ætti að vera sameiginlegt áhugamál eins og við sjáum í nágranalöndunum, en í stað þess býr almenningur við veikt lýðræði sem hefur litlar varnir gegn verðbólgu.
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.