Ævintýraleg kirkja Gaudis

 

 La Sagrada Familia by Antoni Gaudí in Barcelona, Spain

Fáu er við að jafna af mannlegum höndum gert og kirkja Antonis Gaudis í Barcelona. Stef í meistaraverk Gaudis eru sótt í náttúruna þar sem hann kemur auga á stórfenglega stærðfræði.  Léttleika og hárfín tengsl móður náttúru heimfærir hann yfir á meistarasmíð sína La Sagrada Familia í gotneskum stíl. Það kemur því að óvart að sjá hina þunglamalegu turna sem arkitektar nútímans hafa bætt við verk meistarans. Sjá teikningu af dómkirkjunni sem birtist í Morgunblaðinu 6. nóvember. Hinu óvenjulega er ætlað að taka fullkomnun en í raun áttu verk Gaudis engan endir.

Turnspírurnar 10 sem eru óbyggðar eru allar ótrúlega líkar og ekki eftir hinni óvenjulegu stærðfræði sem Gaudi tileinkaði sér. Ekki eru allir jafn hrifnir af skrautlegum stíl Gaudis. Hann hefur fengið á sig orð fyrir að vera furufugl og sérvitringur, en á seinni árum hafa þær raddir þagnað og æ fleiri viðurkenna hann sem einstakan arkitekt sem svífur ofar flestum öðrum. Nú hefur páfinn heiðrað minningu hans og helgað dómkirkjuna í Barcelona til að þar megi halda messur í aðalkirkjuskipinu. Kaþólska kirkjan hefur einnig íhugaða að taka Gaudi í dýrlinga tölu fyrir hollustu sína við verkefnið, en Gaudi bjó sín seinustu ár í einni hvelfingu kirkjunnar.  

Íslendingar sem vanir eru að sjá meistaraverk guðs út um glugga sinn í móður náttúru, geta glaðst með íbúum Barcelona sem fá að njóta nálægðar verka Gaudis. Hann skerpir aðeins á meðvitundinni um að skoða betur fegurð jarðar sem við eigum í ríkum mæli. Meta sinn eiginn garð og gera hann aðgengilegan fyrir erlenda gesti sem hingað vilja koma. Fara út í hann, niður í fjöru, jafnvel inn í Þórsmörk eða Heiðmörk, ganga á Esju eða út í nánasta umhverfi.


mbl.is Páfi vígir loks kirkju Gaudi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband