Sigurfang, nýtt fangamark

Heitið Sigurfang hef ég valið á síðuna til að gera hana sérstæða og aðgreina frá öðrum sem hafa lík nöfn. Sigurfang getur líka táknað undirskrift eða fangamark. Nafnmerki eins og málarar nota á myndir sínar. Nafnið Sigurður er upphaflega komið úr germönsku máli og táknar hinn sigursæli. Gamalt norrænt nafn er merkir oft hermaður eða vörður. Fang er haft um það sem maður nær utan um og því þykir mér gott að tengja þessi nöfn saman. Fyrir mér er orðið sigurfang samnefnari fyrir lífsgöngu sem hefur fært mér marga sigra en líka niðursveiflur og baráttu. Án erfileika og reynslu við að yfirstíga þá verða engir sigrar til. Að hafa fang til að móttaka og bæta á sig blómum er yndislegt og oft vill það gleymast að vera þakklátur þegar vel gengur. Öll lífsgangan byggist á samfélagi þar sem hver styður annan með sínum margbreytilegum hæfileikum. Meðbræður og systur eru því þeir sem mestu máli skipta. Sameiginleg för í netheimi byggist á gagnkvæmum gildum. Markmiðið er að reyna að særa engan með óréttmætri gagnrýni eða skrifum. Skoðanir mínar munu ekki falla öllum í geð og aðrir munu ekki skilja hvert ég er að fara. Annað mun nýtast einhverjum og að lokum hafna í hinu stóra nethafi. Það er eins og gengur og því verður ekki breytt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband