Kratar ráða för í Seðlabanka. Dæmigerð aðför að frjálsu framtaki

Vinstrimenn segja sér til afsökunar að Hrunið hafi valdið auknu eftirlitshörku. Í kastljósi Kveiks í kvöld taldi vinstri sinnaður stjórnandi að allur kvótavandi myndi leysast við fjölgun eftirlitsmanna um borð í hundruðum skipa. Reynt var fá talsmann útgerða til að viðurkenna að það þyrfti aukið eftirlit og myndavélar. Þá upplýstist að brottkast á þorski væri um 1% og hvergi lægra. Stjórnandinn taldi að Fiskistofa ætti að beina kröftum sínum að stóru útgerðafyrirtækjum en ekki grásleppukörlum.

Ríkistarfsmenn þreytast aldrei á að sannfæra almenning um ágæti eftirlits. Um miðjan dag var þáttur um íslensku lopapeysuna í útvarpinu. Þar var boðað að eftirlitslögregla myndi brátt ganga niður Laugaveginn og heimsækja túristabúðir þar sem sölumenn yrðu að sanna uppruna ullar í lopapeysum. Þáttastjórnandi fór mikinn en hvergi var greint frá því hvað allt umstangið kostaði eða hver tilgangurinn væri annað en að auka veldi stóra bróður.

Kastljósmenn fengu á sínum tíma boð um fyrirhugaða tilhæfulausa rannsókn á skrifstofum Samherja, enda þótt yfirmenn í Seðlabanka sjái engin skjöl þar um.  Yfirmaður Gjaldeyrismála í bankanum var þekktur vinstrimaður og stjórnaði aðförinni. Hann hefur nú verið verðlaunaður með stöðu hjá alþjóðakrata bankanum. Vinstrimenn í Austur-Evrópu byggðu upp Stasi stofnanir á yfirráðasvæðum sínum eftir stríð og þar nam Seðlabankastjórinn fræðin.

Í dag reyna Austur-Evrópuþjóðir að vara ungu kynslóðina við aðferðafræði Stasi. Hér eru alltof fáir sem hafa þrek til að berjast á móti alræði eftirlitsmanna ríkisins. Mál er komið til að einhverjir segi stopp og ekki lengra.  

BBC fór með rangar ásakanir á hendur Cliff Richard söngvara í upptöku af lögreglurannsókn. Stofnunin þurfti að greiða tugi milljóna í skaðabætur og lögreglan helmingi hærri. Hér reyna ríkisstarfsmenn að tefja bætur eða þær eru dæmdar það smáar að ekki næst upp í málskostnað sannist að stofnunin hafi farið offari.

 

 

 

 


mbl.is Kæra stjórnendur Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. apríl 2019

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband