Færsluflokkur: Bloggar

Umræður án húmors, en glæsileg dóttir Trumps mætir og styður föður sinn.

Báknið hefur þanist út og er óstöðvanlegt. Trump ætlar að létta af regluveldi, eftirliti með fyrirtækjum og borgurum. Í Bandaríkjunum eygja menn von um breytingar. Fækkun reglugerða og lægri skatta. Fólk hefur ekki lengur trú á fjölmiðlum eða regluveldi og styður Trump.

Langur vinnudagur og framleiðni eru almennt hvergi meiri. Uppskeran samt tiltölulega rýr. Bandaríkin eyða helmingi meira en 7 stærstu stórveldin í herkostnað. Í umræðum gærdagsins var ekkert komið inn á herkostnaðinn, en Trump sagði að Rússland væri ráðandi stríðsaðili í Sýrlandi. Bandaríkin áhrifalaus?

Trump stendur fyrir breytingum á kerfinu, en forðast að styggja herinn. Repúblikanaflokkurinn stendur ekki heill að baki Trump. Liðsmenn eins og McCain eru að fara á taugum út af atkvæðum kvenna. Sarah Palin og Monica Lewinsky hvergi nærri og gleymdar?

Margt er líkt með stjórnmálaþróuninni hér og í USA. Velmegun mikill, heilbrigðiskerfið með ágætum, en vantraust á ríkjandi stjórnvöldum. Pólitísk umræða í skotgröfunum án spaugs og gleði. 


mbl.is Hvassar kappræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórveldin stýra sprengjuregni. Ríki íslams lifir?

Frakkar ákváðu að hefja á ný loftárásir á Sýrland í september. Allir vita hverjar afleiðingarnar geta orðið. Rússar hafa sent mesta sprengjuregnið á saklausa íbúa Sýrlands. Samt lifir skæruliðahreyfingin.

Bandaríkin eiga sinn hlut í grimmdarlegum árásum á borgir í norðurhluta landsins. Í júlí létust um 100 manns í árásum sprengjuflugvéla þeirra. Langvin styrjöld í Sýrlandi eru átök sem hægt væri að leysa ef stórveldin vildu.  

Aðeins með öflugu almenningsáliti borgara og þrýstingi á stjórnvöld er hægt enda stríðið. Hvirfilbylir eru fyrir utan mannlegan mátt. Sprengjur og flugskeyti eru mannanna uppfinning. Í Víetnam voru það skæruliðar sem unnu á stórveldinu í lokin.


mbl.is Ríki íslams tapað fjórðungi landsvæðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn skiptir um lit eins og fiskur í sjó

Sigurvegarar í þessum kosningaslag eru Vinstri grænir. Samkoma eða flokkur sem elur á andúð og stéttarátökum. Helsti bandamaður þeirra vinnur á RÚV og notar stofnunina flokknum til framdráttar. Fyrrverandi útvarpsstjóri og forsætisráðherra þurftu að fara frá vegna aðgerða þessa manns.

Útvarpsstjórinn er nú búinn að ná vopnum sínum aftur og er fyrsti maður á lista Sjálfsstæðisflokks. Sigmundur Davíð gæti síðar þess vegna farið í sérframboð í Kraganum, á heimaslóðum og dregið til sín fylgi. Hætt er við að þá færi hrollur um ýmsa. 

Undraverður hæfileiki Framsóknar við að komast í stjórn með öllum flokkum er ekkert nýtt fyrirbrigði. Hann hefur verið lengst allra flokka við stjórn landsins. Athyglin nú endurspeglar aðdáun á þessa hæfileika. 


mbl.is Gæti styrkt stöðu flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100 ára afmæli. Er lýðræði skítkast?

Formaður flokksins er keikur og baráttuglaður þrátt fyrir árásir RÚV-verja. Styrkur flokksins í núverandi stjórnarsamstarfi eru efnahagsmálin. Framsókn kann að láta í sér heyra þótt á móti blási. Lilja Dögg er óreynt, en er líkleg til að ná árangri síðar.

Fulltrúar lýðræðisins sína mikinn styrk í öllu því umróti og skítkasti sem stjórnmálin eru oft á tíðum. Söknuður er af mörgum þingmönnum sem fara nú frá borði. Reynsluleysið er partur af ómarkvissum vinnubrögðum Alþingis. 

100 ára afmæli Alþýðuflokksins var ekki nema að nafninu til. 

 


mbl.is Verða að standa saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í kvöld verður barist um aukið regluverk og skatta Hillary

Valið á Obama tókst vel. Farsæll forseti þótt honum tækist ekki að koma friði á í Sýrlandi. Bill Clinton var vinsæll og mikill uppgangstími í USA í hans tíð. Í kvöld er ameríska sjónvarpið með "hanaslag", sýndarveröld þar sem Trump er á heimavelli. 

Trump ætlar að loka Bandaríkin af með múrum og draumsýn um nýtt afmarkað heimsveldi. Frú Hillary Clinton er baráttukona en augljóslega ekki líkamlega sterk. Spennandi verður að sjá hvort hokinn reynslubolti sigri tröllið Trump.

Alþingisumræðan í kvöld sem fáir horfðu á var daufleg. Fátt eitt broslegt eða fyndið. Ólíkt því sem Bandaríkjamenn fá að sjá og heyra í kvöld? 


mbl.is Hvað gerist í nótt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ívilnun á fullu. Dýr atkvæði.

Það virðist sama hvaða flokkar ráða. Reisa skal útlendar verksmiðjur sem ekki greiða skatta eða gjöld. Allt á kostnað skattgreiðenda. Atvinnuveganefnd Alþingis er orðin dýr. Óskiljanlegt þegar spenna er á vinnumarkaði að kjörnir fulltrúar séu í þessum gír. Eru það atkvæði hinna fáfróðu sem ráða?


mbl.is Samþykktu frumvarp um raflínur að Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsamtök snúa við blaðinu?

Sauðfjárbændur ásaka sláturleyfishafa um verðmyndun, en í raun eru það viðskiptamennirnir sem hafa meira val í kjötkaupum. Kjörnir fulltrúa geta ekki lengur greitt niður kjötið á kostnað skattgreiðenda. Þá er verið að ganga á hlut annarra kjötframleiðenda.

Það eru ekki nema um tveir áratugi síðan bacon og egg urðu algeng á borðum landsmanna. Alltof lengi hefur bændum verið stýrt af landsamtökum undir verndarvæng ríkisins. Samtökum sem hafa drepið niður sjálfbjargarviðleitnina.

 

Eina ráðið fyrir bændur er að efla eigin framleiðslu og fjölbreytileika. Ná nýjum markaði. Af hverju skyldi ekki vera hægt að fá þurrkað reykt lambakjöt? Hversvegna er enn verið að selja súpukjöt í pokum, lokuðum með læstri vírlykkju?

Bændur munu ekki fá 50-90% hærra verð í vasann eftir að hafa tekið á sig ýmis gjöld sem fylgja eigin framleiðslu og sölu. Það er ekki sjálfgefið að bændur lifi það af. Aukinn eftirlitskostnaður er ógn, en ferðamenn geta bjargað miklu.

 

 

 


mbl.is Hvetja bændur til heimsölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formannskjör Framsóknar. Hjarðhegðun og villtir úlfar

Þeir sem verða undir fara frá niðurlútir og beygðir. Formannskjör og uppstillingarlistar er ein aðferð tegundarinnar til að sigra og lifa af. Þeir sem eru ungir í anda og þeir burðarmestu taka við, leiða hjörðina. Í sjónvarpinu er vinsælt efni þegar tarfar og forystudýr berjast. Því þarf engum að koma á óvart að sömu lögmál gilda hjá manninum.

Konur eru einnig komnar í slaginn. Trump og Hillary keppa og allt lagt undir. Leðjuslagur og óvægin meðul notuð. Skoðanakannanir eða prófkjör eru af sama toga barátta leiðtoga. Í verslun og fyrirtækjarekstri keppa menn um hilli hjarðarinnar. Þeir sem verða ofan á bjóða venjulega bestu kjörin.

Það hefur sýnt sig oft að lítill flokkur getur náð forystu á landsvísu með réttum formanni. Leitt ríkisstjórn og sameinað helstu stefnumál flokka. Þetta vita gamalreyndir fréttahaukar. Aðrir leggja fléttur fyrir formanninn og fylgja honum eftir við hvert fótmál eins og hungraðir úlfar. 


mbl.is „Hlakka til kosninganna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Noregur er fyrir alla" sagði konungurinn

Með auknum framlögum er Reykjavíkurborg að auka fjárhagsvandræði sín. Leggja grunn að aukinni verðbólgu eins og fleiri sem verða að keppa um starfsfólk. Borgarstjórinn er enginn konungur en verður að láta sem svo sé.

Ruðningsáhrif af ívilnunarsamningum atvinnuveganefndar Alþingis hafa skapað óþarfa spennu á vinnumarkaði. Áhrifin eru að koma í ljós. Ferðamannaiðnaðurinn, stórefldur vantar starfsmenn. Starfsfólk sem ekki er fáanlegt, jafnvel frá löndum Eystarsalts þar sem launin eru margfalt lægri.

Umönnunariðnaðurinn hefur tekið fegins hendi við starfskröftum frá öðrum löndum. Það er bara ekki nóg. Alþingismenn og borgarfulltrúar sem eru að lofa upp í ermina á sér þurfa að skapa skilyrði fyrir aðkomu erlendra starfskrafta.

Noregskonungur er með breiðan faðm. Hikar ekki við að segja að Noregur sé starfsvettvangur allra er þangað koma á löglegan hátt. Olíusjóðurinn gerði sitt en hér er ekkert borð fyrir báru. Góðærissjóður. Noregur hefur í áratugi boðið útlendinga velkomna í sitt samfélag, það reyndi ég fyrir 50 árum og svo er enn í dag. Hér er eyþjóðin í vandræðagangi með að taka á móti örfáum.


mbl.is Vilja snúa vörn í sókn í skólamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrkleikinn eru efnahagsmálin

Ef foringinn er skilinn eftir verður fátt um sigra. Að standa ekki í lappirnar þegar á hólminn er komið er ekki til vinsælda. Góður árangur á flestum sviðum efnahagsmála er ekki sjálfgefinn. Þar á mótspilarinn Sjálfstæðisflokkurinn stóran þátt.

 

 

 


mbl.is Sigmundur Davíð víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband