Færsluflokkur: Bloggar
10.11.2016 | 18:22
Snillingur Guðmundur. Hvenær er komið nóg?
Erfitt fyrir Dani að viðurkenna að Íslendingur færi þeim í hendur gullbikarinn? Lars Lagerback og Heimir voru tveir að þjálfa landsliðið sem sigraði Englendinga og vöktu heimsathygli. Lars var dáður af Íslendingum og svo var frammistaða Heimis.
Meirihluti Dana metur Guðmund að verðleikum. Innri barátta innan dönsku liðanna eru vonbrigði keppnismanni. Íslensku handboltaþjálfar erlendis sýna yfirburðaleikni og hæfni. Helst trúir maður að hér séu víkingagenin að verki. Hraði, samheldni, upphlaup og leifturárás. Ef maður þekkir Dani rétt eiga þeir eftir að veita Guðmundi viðurkenningar fyrir óeigingjarn starf.
Alltaf spurningin hvenær er komið nóg. Ný tækifæri allstaðar fyrir toppmann.
![]() |
Guðmundur svekktur út í Dani |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2016 | 19:09
Mikill ábyrgð á Viðreisnarforingjanum?
Ótrúlegt að flokkar með líkar stefnur geti ekki náð saman. Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Framsókn. Allt miðju flokkar. Það þarf metnað til að ná saman og halda flokkunum í límingunum. Foringi Viðreisnar hefur boðið sig fram til forystu, það er góðs viti. Það eru ekki allir sem hafa þann vilja eða úthald sem þarf.
Enginn fær allar óskir sínar uppfylltar. Saman gætu þessir flokkar náð farsælli hagstjórn og aukið lýðræðið með jöfnum atkvæðisréttar. Lækkað vexti og náð jafnvægi á gengi krónunnar. Of margir bókstafstrúarmenn eða flokkslínumenn kunna að vera ósáttir, en hvenær ná allir markmiðum sínum.
Viðreisn er í lykillhlutverki.
![]() |
Bjarni gæti skilað umboðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2016 | 11:13
Jóhanna gekk frá flokknum og eftirmenn gerðu enn betur
Þegar flokkurinn fór að úthúða miðstéttinni og smáatvinnurekendum, gera þá að blórabögglum, fauk fylgi flokksins. Nýkjörinn formaður klifaði á því fyrir seinustu kosningar. Ganga þyrfti að útgerðamönnum suður með sjó og öðrum slíkum.
Fyrir stríð og eftir þegar fátækt landsbyggðarfólkið var að flykkjast á mölina gekk allt snurðulaust með 15% fylgi. Á síðari árum hafa allir stjórnmálaflokkar tekið við að bæta tryggingar og sjúkrahús. Þurrka út stefnumál jafnaðarflokka.
Fylgi Alþýðuflokksins / Samfylkingar eins og annarra flokka fer mikið eftir því hve aðsópsmiklir foringjar eru. Gildir það með alla flokka. Sá er breytir einhverju er með ferskar hugmyndir og kemur þeim í framkvæmd. Leysir undirliggjandi vandamál.
Jóhönnustjórnin fjölgaði gjaldþrotum með því að taka af sýslumönnum völdin. "Ríkið fyrst," engar undanþágur eða samningar til handa fátæku fólki sem var að missa allt sitt á uppboðum.
![]() |
Kratar í kreppu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.11.2016 | 22:53
Lýðræðið virkar á Bretlandi eins og fyrri daginn
Hvaða skoðun sem menn hafa á Brexit er dómstólaleiðin að virka. Gina Miller viðskiptastjóri sýnir þingmönnum að þeir verða líka að taka afstöðu. Meirihluti fyrir úrsögn var aðeins um 2 prósent.
Hagvöxtur í Englandi er um 2 prósentustig og í Svíþjóð 3, á Spáni og í Póllandi er hann um 3%. Pundið á uppleið eftir mikið fall. Varla getur Evrópusambandið verið alvont fyrir þessar þjóðir?
Fyrir Ísland og sjávarútveginn hefur fall pundsins verið áhrifaríkt. 10 milljarða minni tekjur á nokkrum mánuðum. Thersea May virðist glúrinn við að halda sig á línunni og hafa vit fyrir karlpeningnum. Hæglát kona sem vinnur heimavinnuna.
![]() |
Er Brexit búið að vera? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.10.2016 | 22:12
Reynsluleysi á Alþingi
"Unglingavinna" á Alþingi. Reynsluleysi, eða andvaraleysi gagnvart skemmdarverkamönnum var orsök flýttra kosninga.
Viðreisnarformaðurinn er djarfur og biður um umboð. Þarf ekki að vera versta lausnin ef menn á annað borð eru eftirgefanlegir eins og Sjálfstæðismenn eru. Sjálfur veit ég ekki hvers vegna Evrópusambandið þarf að vera "hræfugl" eins og margir prédika?
Mörgum ESB löndum virðist ganga vel um þessar mundir. Í Svíþjóð er mestur uppgangur. Jafnvel á Spáni sem hefur búið við atvinnuleysi og stjórnarmyndunarerfileika er hagvöxtur góður. Pólland er í uppsveiflu, því ætti ekki að vera að hægt að tengja krónuna við evru eins og Pólverjar gera?
Reynslulausir Píratar og Vinstri grænir lofa varla miklu þótt margir vilji nota þá sem grýlu. Bjartir, Viðreisn og Sjálfstæðis gætu málað sveifluminni framtíð og lækkað vexti.
![]() |
Telur að Bjarni fái umboðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 2.11.2016 kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.10.2016 | 09:37
Strengjabrúður væla, blöð gapa
Svipurinn á Bob Dylan er ekki þesslegur að honum þyki mikið til um að færast hærra, um eitt hænsna prik. Von að það fari illa um veislusettið í Stokkhólmsborg. Ljóðskáldið er auðsjáanlega upptekinn við að flytja list sína.
Fyrst Frank Sinatra komst ekki á bekk hjá hinum útvöldum, því þá ég? Versta sem getur hent akademíu fína fólksins, er þegar hún er ekki virt viðlits. Von að skandinavíska hirðin spyrji eins og hjá nakta keisaranum. Á hvaða vegferð erum við? Öll helstu blöð Norðurlanda eru eins og spyrjandi gapuxi?
Ernest Hemingway var þunglyndur og ekki fór mikið fyrir verðlaunaafhendingunni. Bókmenntaverðlaunin árið 1954 breyttu engu þar um. Árið 1955 var Kiljan heiðraður af sænskum vinum okkar. Um hverja mannssál á Íslandi fór vellíðan. Bjartur í Sumarhúsum var ekki lengur þverhaus, heldur sannur Íslendingur.
![]() |
Sakar Dylan um hroka og dónaskap |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2016 | 00:03
Flokkar refsinornarinnar, Píratar og Vinstri grænir
Eva Joly kemur nokkrum dögum fyrir kosningar og fundar með stjórnarandstæðingum. Kastljós birtir drottningarviðtal við hana. Öll áróðursvél vinstri manna er á fullu í sviðsetningu. Hin "opinbera stofnun" RÚV dregur ekkert undan í endursýningum með nýjum og gömlum taflmönnum.
Allt á að vera í ólestri þegar aldrei hefur verið gert betur. Heilbrigðisstofnunum er úthúðað þegar allt er í besta standi. Hvergi betri heilbrigðisþjónusta, hvergi meiri jöfnuður og velmegun. Meiri hluti landsmanna veit ekki hvaðan stendur á sig veðrið.
Hafa trúað of lengi á hlutleysi stofnanna og fjölmiðla. Nú þegar sviðsmyndin breytist og menn sjá hvernig áróðurinn og tilbúningurinn kemur fram í kosningaspám verður mönnum fyrst órótt. Vinstri grænir og Píratar skora með hræðsluáróðri sinna þrautþjálfuðu fjölmiðlamanna.
Það er ekki eins og Ísland sé eina landið í þessum breytingu. Flokkamergð og sundrung blasir við víða um lönd. Ekki þarf að fara lengra en til Bretlands. Í Bandaríkjunum og Mið-Evrópu er sama upp á teningunum. Nýir áróðursmeistara mála sviðið.
![]() |
Seðlabankinn skoðar mál Sturlu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2016 | 21:18
Sigmundur eins og ungabarn hjá RÚV
RÚV, hin pólitíska móðir allra landsmanna fylgist grannt með ferðum fyrrverandi formanns Framsóknarmanna. Sýnir það trygg og alúð sem hún veitir villuráfandi kjósendum í aðdraganda kosninga. Fréttamenn RÚV vita hvað telur; framtíð flokksins veltur á góðu samstarfi foringja. Mikilvægt er að vita hvort þeir séu í fýlu eða SMS sambandi? Staddir á Dalvík eða Aureyri.
![]() |
Talað oftar við Sigurð en mömmu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2016 | 21:55
Loforð 10 vinstriflokka og villta RÚV stjórnar
Lágt er risið á Framsóknarflokknum þegar formaðurinn er að yfirbjóða, boða aukna skatta og komugjöld. Ríkistjórnin var nýbúin að hækka hjá öldruðum. Formaður Framsóknar virðist vera búinn að gleyma því eins og fleiru er skapaði hér velmegun.
Loforðaflaumurinn er settur í 12 liði og á að laða að "félagshyggjufólk", undirbúa aðlögunina að vinstri stjórn. Allir fréttaþulir RÚV eru orðnir vel skólaðir í að reifa boðskap væntanlega vinstri stjórnar. Formaðurinn er þeirra ljósberi.
Fréttaþulir taka í hverjum fréttatíma háskólamenn í félagsvísindum fram á sviðið og spyrja álits. Aldrei hef ég séð neitt þvíumlíkt á BBC eða ITV, þar sem forðast er að blanda fréttamönnum inn í innanlandspólitík. Þar fletta þulir dagblöðunum og segja hlutlaust frá því sem þar birtist.
![]() |
Standa frammi fyrir skýrum kostum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 23.10.2016 kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2016 | 07:38
12 Velferðarflokkar berjast um hylli kjósenda
ASÍ og lífeyrissjóðir ráða för? Ráðherra á flótta þegar hann getur mælt með 12 árum. Alltof margir hætta vinnu alltof snemma og vesælast upp í aðgerðaleysi. Þurfa þá miklu fyrr að fara á öldrunarheimili vegna hreyfingaleysis og fylgisjúkdóma. Engum er greiði gerður með því halda honum frá vinnu.
Rómaveldi féll þegar foringjarnir lifðu í vellystingu og sællífi. Norðmenn vöknuð upp við vondan draum þegar olíuverðið féll. Nú fyrir kosningar keppast allir flokkar um að bjóða betur. Hvað verður um þá, ef viðskiptakjör versna efir áramótin?
![]() |
Aðlögunartími verður 24 ár en ekki 12 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson