Færsluflokkur: Bloggar

Uppsöfnuð áföll og ósveigjanleiki. Allir góðu vanir

Boðuð skæruverkföll flugfreyja á ögurstundu setja stjórnendur í úlfakreppu. Eftir hvert áfallið á fætur öðru á síðustu misserum er þeim nauðugur kostur að bregðast hart við. Einstakir vandlætingarsinnar tala best fyrir sig.

Flugmenn og flugvirkjar skildu hvert stefndi á meðan stjórnendur hafa róið lífróður til að bjarga félagi sem var tiltölulega vel statt fyrir nokkrum mánuðum. Kyrrsetning Boeing Max vélanna, hátt samningsverð á olíu þegar markaðsverð hrundi. Kórónuvírusar, Coved-19 kreppan auk góðæris án innistæðu árum saman. 

Margra hluta vegna var ekki grundvöllur til að takast á við víxlhækkun verðlags og kaupgjalds eins og á hinum Norðurlöndunum. Eftir góða efahagstjórn í mörg ár og með nýjum Seðlabankastjóra tókst með verklýðsforingjum VR og Verkalýðsfélag Akraness að marka ný spor. Lengi vel höfðu og stjórnendur Icelandair sofið á verðinum og leyft starfsmönnum sínum að skarta hæsta meðalkaupi starfsmanna á Vesturlöndum, með öðrum orðum skapað óöryggi. 

 


mbl.is Vonar enn að samningar náist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki ráð nema í tíma sé tekið. Útvarp saga varpar sýn á þjóðskipulag

Ef vatnsskortur er raunverulegur í Englandi þar sem flóðin miklu voru í fyrra er mikið að fara úrskeiðis. Á hamfaratímum Kórónufárs er verið að leggja höft á ferðalög og sjálfsaflaleiðir. Þegar bönn eru sett á framgang framleiðslu eða tjáningarfrelsis í Kína. 

Umfjöllun MarketWatch er athyglisverð eftir flóðaárið mikla í Bretlandi. Útvarp Saga er einnig með athyglisverða skoðanir á lýðræðinu í Rússlandi. Núverandi ríkisstjórn er með mikið regluverk í gangi og ráðherrar senda boðanir og peninga út og suður eftir að Alþingi fer í frí. Hér eru nokkrar hugleiðingar um keisararíkið eða ríki Pútíns og ráðgjafa; 

Útvarpsstöðin Saga er ágæt svo langt sem hún nær. Hefur lengi reynt að auka þekkingu á innviðum þjóðfélagsins ásamt mörgum litlum bloggsíðum á netinu með opinni umræðu. Stjórnendur Sögu hafa tiltrú á lýðræðinu en á stundum er lofgerðin illa skiljanleg.

Stjórnendur Sögu telja að lýðræði Pútíns forseta sé meira en hér á landi af því þing þeirra hefur samþykkt félagslegar umbætur. Þar er meðal er kveðið á að allir skulu njóta læknishjálpar og fái tryggingabætur upp á 25 þúsund á mánuði. Kjósendur hafa samþykkt þær í kosningum og veitt Pútín kjörgengi til ársins 2036 þegar hann verður 84 ára. Allt er þetta samþykkt með um 78% meirihlutafylgi í endurteknum kosningum? Sýnir himinn og haf á milli Vesturlanda og Rússlands.

Gleymist að Pútín lagði undir sig Krímskaga og austurhluta Úkraínu 2014. Stríðið í Tesjöníu er gleymt og morðið á blaðkonunni Önnu Politlovskaja árið 2006 óupplýst. Pútín lét uppreisnarmenn hafa flugskeyti til að granda farþegaflugvél í Úkraínu árið 2014 og áður hafi japanskri vél verið grandað í Austur-Rússlandi. Listi ógnarverka er langur.

Stjórnendum Útvarps Sögu er vorkunn að blindast á leiðinni þar sem þeirra aðalfréttauppruni, kemur frá íslenskum aðdáenda Pútíns. Þegar Pútín er að rifja upp stríðslok vill gleymast að stærstur hluti sovéskra borgara í stríðinu dóu af völdum hungursneyðar sem rekja má til stjórnarhátta Stalíns.

Í lok stríðslok, eftir að Rússar hertóku Pólland myrtu þeir tugi þúsunda yfirmanna pólska hernum.  Grimmd rússneskra hersins var mikill, en þeir fylgdu í blindi fyrirmælum Stalíns. Þrautseigja Rússa og baráttuvilji við að sigra heri Hitlers var mikill, en þeir nutu þess að fá hergögn og birgðir frá Bandaríkjunum í gegnum hafnarborgina Múrmansk. 

Þegar nýjar kynslóðir eru mataðar af fréttaflutningi og greinum valdamanna sem hafa tryggt sér völd með ógnar stjórnarháttum er eins gott að staðreyndir gleymist ekki í lofgerðinni.


mbl.is Vatnsskortur er raunveruleg hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meðallhiti góður. Ísland áfram með sérstöðu

Síðar nærbuxur í byrjun júlí er ekki það sem flestir vilja heyra, en oft nauðsynlegt að hafa í ferðalagið um há sumar. Norðvestan áttin oft kalsaleg en sólrík inn á hálendi. Nú er einmitt tíminn til að kenna krökkunum á að fara í útilegur.

Læknirinn Ragnar Freyr Ingvason á göngudeild Covid-19 á Landsspítala segir í Morgunblaðinu 9.júlí "Sóun á almannafé að verja milljörðum í skimun á landamærum." Af 26.000 sýnum teknum á 25 dögum fundust aðeins 11 virk smit.

Mikilvægt nú að margar jákvæðar skoðanir komi fram er sýni enn og aftur sérstöðu landsins. Ef ekki stórar hópsamkomur tiltölulega öruggt að ferðast um landið. Nóg komið af Covid-19 drunga sem hefur heltekið umræðuna. 

 


mbl.is Íslendingarnir aka meira og fara víðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efla vísindi og dáð. Mál til komið að Kári stigi til hliðar

Tvö ólík kerfi. Annarsvegar uppspretta fjár í Bandaríkjunum og örvandi þjóðfélag sem getur framkvæmt Grettistök. Íslensk erfðagreining hlýtur að vera að gera eitthvað rétt fyrst stór, burðug fyrirtæki geta kostað rannsóknarvinnu hér í áratugi undir stjórn Kára.

Smæðin og fámennið í Eyjum býr við örvandi umhverfi sem sannast á góðum framgangi hátækni í sjávarútvegi. Annars vegar eru það skjótvirkir embættismenn og fulltrúar heilbrigðiskerfis sem er ríkisrekið. Bæjarstjórinn tók snöggar sjálfstæðar ákvarðanir. ólíkt því sem er að gerast í ríkisreknu heilbrigðiskerfi. Forsætisráðherra hefur sýnt fram á að hann vill axla ábyrgðina, en kemst þó varla áfram fyrir þeim sem vilja vera 100 prósent öruggir í ákvörðunum. 

Í Bandaríkjunum og Brasilíu eru tveir foringjar sem vilja ekki feta leiðir WHO alþjóðastofnuninar sem hefur heiminn undir. Brasilíuforseti reynir sjálfur lyfin til að sýna fram á að áhrif veirunnar eru mistæk. Flestir trúa því og upplifa að veiran sé á undanhaldi og dauðsföllum fækkar þar sem hún hefur borið niður. Þá hefur aldrei verið metið nákvæmlega hversu margir aldraðir hefðu ekki dáið úr öðrum óværum vegna aldurs og eru taldir með í skelfilegri talningu.

Í miðjum veirufaraldi eru uppgangur Vestanhafs, endaþrótt áhrif veirunnar séu mikill. Hér er búist við góðum samdrætti og stærsta framleiðslu / þjónustugreinin er lömuð. Það var mál að Kári sagði sig frá eykinu sem nú hefur aukið afkastagetuna um allan helming. Enn ein örvunin hjá frjálsu framtaki. Sé þörf á að auka veirurannsóknir hér sérstaklega á vegum ríkisins er það hægt án ÍE.

 


mbl.is Alveg sama þótt Kári sé stundum frekur og ókurteis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversvegna skima þegar hægt er að vera án þeirra?

Ríkisstjórnin ákvað að efla veirurannsóknir með því að skima alla farþega sem kæmu til landsins. Í stað komugjalds sem var í umræðunni og þótti ekki vænlegt. Er ekki hægt að halda rannsóknum innan Landspítala sér og takmörkunum á komu ferðamanna.

Frá 1. júlí eiga ekki að vera miklar hindranir á farþegaflutningum innan Schengen svæðisins þar sem veiran hefur verið í lágmarki. Veit ekki betur en að Íslendingar hafi farið ferða sinna um London án óþæginda. Það sama hefur gilt um þá sem hafa farið með Wizzair eða Færeyjaferjunni frá Íslandi.

Þegar farið er út í að skilgreina allar aðgerðir með gömlum kenningum frá nítjándu öld er eitthvað að.

 


mbl.is „Gjörsamlega útilokað“ að taka við á þriðjudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samdráttur reiðarslag fyrir Kínverja, en hvað lengi?

Margt bendir til að samdráttur framleiðslu í Kína verði meiri en áætlað er. Ekki vegna kórónuvírussins heldur er andstaðan gegn  kínverskum stjórnvöldum að aukast. Munar þar mestu um að stjórnhætti þeirra gagnvart íbúum, Hong Kong, Ughuir íbúum og Tíbetum. TikTok er aðeins ísjakinn á yfirborðinu.  

Japanir komu.. fram á Vesturlöndum hér áður fyrr með betri og ódýrari vöru, forskot þeirra hefur minnkað. Sama getur átt sér stað í Kína um leið og þeir einbeita sér að auka framleiðslu innanlands. Volvó og MG bílamerkin hafa notið þess að hafa upprunalega verið gæðaframleiðsla frá Evrópu, en eru það ekki lengur.

Það er ekki tálsýn að áætla að Kínverjar hafi ekki komið inn á íslenska framleiðslu. Þeir eru í járnblendinu og hafa mikill áhrif á álverð með kolakynntum álverðum sem bjóða aðeins lægra verð. Mengunarskatta verða svo íslensk fyrirtæki að greiða fyrir Kínverja og þá sem menga meir. Þá mun samdráttur í Kína koma niður á ferðaiðnaði.

Stóru aðilarnir á tæknimarkaði, hvort það sem þeir kom Bandaríkjunum eða Kína ná alltaf forskoti og nota sér óvenjumargar gloppu eða holur í skattakerfinu sem litlu fyrirtækin þurfa að brúa og greiða mun meira til ríkisins. 

Unga fólkið sem menntast hér og sækir út á vinnumarkaðinn sjá hvað möguleikarnir eru takmarkaðir á Íslandi og velja að starfa í Bandaríkjunum eða Evrópu þar sem samkeppnishæfni fyrirtækja er meiri.

Mikill fiskgengd og auðævi hér á landi hefur tryggt mikinn kaupmátt, en blikur eru á að úr honum dragi. Fiskverð er óvenju lágt og framlegðin mikill til að auka verðmætin.

Hvort það er TikTok Google eða Twitter sem aðrir aðilar, þeir vilja fylgjast með sínum viðskiptamönnum.


mbl.is „Eyðið TikTok núna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Notaði rétt sinn til að breyta umræðunni

Guðmundur Franklín fer sáttur frá borði áður en hann heldur til Danmerkur úr sumarfríi sínu. Alstaðar eru átök og menn reyna að breyta áherslum  á síbreytilegum tímum. Skoðun Franklíns var að embættisfærslur forseta biðu upp á meira umboð en fyrrverandi forsetar hafa nýtt sér.

Kjarkur til að breyta því sem hægt er nauðsynlegur en ekki alltaf notaður á réttum tíma. Umræða og kosningar 70 prósent kosningabæra um valdalítið embætti skilar sér vonandi þar sem nýjar kynslóðir þurfa að læra á lýðræðið.


mbl.is Óskar Guðna til hamingju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilega hugrakkir þegar aðrir fara inn í skel. Sorpa og dreifð hátíðahöld

CNN þorir að vera öðruvísi. Hafa verið í farabroddi á harkalega fordómafulla lögreglu í Bandaríkjunum. Koma skemmtilega á óvart og boða alþjóðlega samvinnu. Ný dreif 17.júní hátíðarhöld er einn lærdómurinn af Kórónufaraldrinum. Athygli vakti að pólitískir fulltrúar í stjórn Sorpu hlupu frá borði þegar í ljós kom framúrakstur og áætlanagerð brást. 

Prófessor úr Háskólanum tók í framhaldinu við stjórnartaumunum og hefur tiltrú á framsæknu verkefni Gaju. Allstaðar eru tækifæri sem krefjast tiltrúar og hugrekkis. Í Bandaríkjunum eru nýjungar verðlaunaðar á hlutabréfamarkaði. Nýtt fyrirtæki Tesla, Nikola ætlar að framleiða trukka sem nota vetni og rafmagn. Vera á undan keppinautunum.

Hlutabréf í Nikola hafa tvöfaldast á nokkrum mánuðum og nú er verðmæti félagsins áætlað billjónir dollara. Borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur tiltrú á Teslu rafbílum og kallar eftir upplýsingum frá Sorpu, þegar pólitískir fulltrúar úr öllum flokkum virðast bregðast umboði sínu. Samvinna gæti skilað sér ef hreppareiptog væri minna stundað

Metnaðarfull verkefni í samfélaginu lenda í öngstræti vegna gamaldags þrætuepla um pólitískar stefnu. Oft vill gleymast að samvinna frjáls framtaks og hins opinbera getur náð ótrúlegum árangri í litlu þjóðfélagi.

Samvinna vegna smitrannsókna er að skila árangri og breytt dagskrá hátíðahalda 17.júní stuðlar að meiri ánægju.

 

 

 

 

 


mbl.is „Eins og kórónuveiran hafi aldrei gerst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landspítali Háskólasjúkrahús og vinstri pólitík

Frí heilbrigðisþjónusta hefur verið markmið og baráttumál krataflokka í meira en öld. Landspítalinn, RUV og einstakir prófessorar gegna miklu hlutverki í að halda þessum sjónarmiðum á lofti. Meirihluti lækna hefur fallist á þá málamiðlun að vinna undir marxískri stjórn hins opinbera og taka þátt í að afla tekna fyrir þjónustuna sem leiðir venjulega til aukins kostnaðar.

Umræðan um aðgerðir vegna kórónuveiru hefur verið falin forsætisstýru í mörgum löndum.  Velgengni Mette forsætistýru í Danmörku. "Hinnar rauðu drottningar" hefur aukist mikið á fyrsta stjórnarári. Nú takmarkar hún aðgengi erlendra ferðamanna að innri Kaupmannahöfn, en á landsbyggðinni er leyfilegt að fá heimsókn Þjóðverja og landa með lítill kórónusmit. Á Nýja Sjálandi er pólitísk forystukonan að bíða með aðgerðir. Þetta eru hinar forsjálu konur á vinstri kantinum. Hér á landi hefur VG styrkt stöðu sína með samspili við lækna og Háskólasjúkrahús. Varfærnar aðgerðir miðast við getu og framboðs heilbrigðisstétta.

Á Ítalíu þar sem Kórónufaraldurinn kom upp fyrst í Evrópu hefur forsætisráðherra opnað á ferðalög til og frá nágranalöndum. Sama er á döfinni á Spáni, án mikilla takmarkana þegar áhrif smita fjara út á næstu dögum.

Athygli vakti viðtal eða auglýsing Katrínar Jakobsdóttur  forsætisráðherra á sjónvarpsstöðinni CNN í síðustu viku. Þar upplýsti hún að Ísland yrði opnað fyrir ferðamönnum 15.júní og að ferðamenn yrðu látnir borga fyrir smitkannanir á landamærum. 


mbl.is Greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir á vitringur. Ekki sök útlánastefnu Seðlabanka

Eftiráskýringar oft furðulegar en hvað er verið að fela annað en óburðugt fjármálakerfi. Að skella skuldinni vegna verðbólgu á framgang ferðaþjónustu sem skapað hefur miklar gjaldeyristekjur frá aldamótum eru einfaldar skýringar. Lág laun í ferðaþjónustu hafa verið hærri en í mörgum undirstöðugreinum og mun hófsamari en hjá embættismönnum.

Hrakspár um faraldur í haust ekki tímabærar þegar máttur kórónuveiru er að fjara út. Talsverður annar bragur á erindi Bryndísar Sigurðardóttur yfirlæknis þegar hún hélt tölu í Háskóla Íslands um vafasamar hópskannanir. Smitkannanir sem gætu eins talist rannsóknarverkefni sóttvarnarlæknis sem hægt er að framkvæma á öðrum vettvangi?

 


mbl.is Ferðaþjónustan fyrir faraldur var bóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband