Landspítali Háskólasjúkrahús og vinstri pólitík

Frí heilbrigðisþjónusta hefur verið markmið og baráttumál krataflokka í meira en öld. Landspítalinn, RUV og einstakir prófessorar gegna miklu hlutverki í að halda þessum sjónarmiðum á lofti. Meirihluti lækna hefur fallist á þá málamiðlun að vinna undir marxískri stjórn hins opinbera og taka þátt í að afla tekna fyrir þjónustuna sem leiðir venjulega til aukins kostnaðar.

Umræðan um aðgerðir vegna kórónuveiru hefur verið falin forsætisstýru í mörgum löndum.  Velgengni Mette forsætistýru í Danmörku. "Hinnar rauðu drottningar" hefur aukist mikið á fyrsta stjórnarári. Nú takmarkar hún aðgengi erlendra ferðamanna að innri Kaupmannahöfn, en á landsbyggðinni er leyfilegt að fá heimsókn Þjóðverja og landa með lítill kórónusmit. Á Nýja Sjálandi er pólitísk forystukonan að bíða með aðgerðir. Þetta eru hinar forsjálu konur á vinstri kantinum. Hér á landi hefur VG styrkt stöðu sína með samspili við lækna og Háskólasjúkrahús. Varfærnar aðgerðir miðast við getu og framboðs heilbrigðisstétta.

Á Ítalíu þar sem Kórónufaraldurinn kom upp fyrst í Evrópu hefur forsætisráðherra opnað á ferðalög til og frá nágranalöndum. Sama er á döfinni á Spáni, án mikilla takmarkana þegar áhrif smita fjara út á næstu dögum.

Athygli vakti viðtal eða auglýsing Katrínar Jakobsdóttur  forsætisráðherra á sjónvarpsstöðinni CNN í síðustu viku. Þar upplýsti hún að Ísland yrði opnað fyrir ferðamönnum 15.júní og að ferðamenn yrðu látnir borga fyrir smitkannanir á landamærum. 


mbl.is Greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Ef ein milljón ferðamanna færi um landamærin með Íslendingum væri hér um 15 milljarða tekjur. Á Kastrupflugvelli er boðið upp á skannanir fyrir fimmþúsund eða einn þriðja. Ef ríkisstjórnin eða heilbrigðisstýran vildi væri hægt að bjóða út þjónustuna? Samkeppnin um ferðamennina er mikill og tapaðar tekjur eru fljótar að segja til sín hjá mörgum aðilum. Upphæðir sem gætu numið hundruðum milljarða.

Sigurður Antonsson, 5.6.2020 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband