Tvær stefnur, einn stjóri. Mikill árangur

Afeitrunarstöðin Vogur hefur náð góðum árangri með afneitunarboðskap, hópstarfi fíkla sem byggist á boðskap AA samtakanna. Einkunnarorðið er: að enginn getur hætt að drekka ( neita vímuefna) nema hann vilji það sjálfur. 

Sjálfseignarstofnun með ríkisstyrk reynir að gæta þess að sem flestir fíklar fái stuðning stöðvarinnar. Lofsvert er hve vel hefur gengið að breyta viðhorfum til áfengis og vímuefna frá því sem áður var. Áður voru einar þrjár eða fleiri ríkisstofnanir að reyna að "lækna" fíkla með misjöfnum árangri.

Stórhugur SÁÁ manna að veita öllum vímuefnafíklum hjálp hefur ef til vill verið of stórt skref fyrir sálfræðinga og lækna sem eru vanir ríkisreknu launakerfi? Hér takast á tvær ólíkar stefnur.

Háskóli Platons var að formi til trúarlegur söfnuður sem átti rætur sínar að rekja til Kýnika sem lögðu áherslu á einfalt líf og afneitun lystisemda, ávöxt af eigin vinnu og hófsemi.

Stefna AA er ekki óskyld og hefur náð til milljóna manna. Eftirmeðferð og varanlegur árangur næst oftast með samhjálp og fundarsókn innan AA samtakana. 

Það er ekkert nýtt að ríkisrekin heilbrigðisþjónusta rekist á ólík sjónarmið um hvernig eigi að veita þjónustu og hver eigi að greiða. Að áhugamannafélag og ríkisrekin starfsemi hafi náð að skila jafn góðum árangri og SÁÁ hefur gert í áratugi er nánast einsdæmi.

 

 


mbl.is „Aldrei orðið vitni að þvílíkri framkomu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokkar með útspil gagnlegir. Kína hjálpar Ítölum.

Gott er að eiga góða að ef versnar ástandið. Kórónatilfellin eru tiltölulega mörg hér á landi og því nauðsyn að hafa varan á. Fyrirtæki í Kína hafa boðist til að senda viðskiptamönnum á Íslandi grímur og annað tengt án endurgjalds. Kínverjar virðast fylgjast vel með þróun veirunnar í Evrópu. Margir áhugasamir ferðalangar Kína vita margir heilmikið um Ísland. Þeir koma mest að vetri til og eru mikilvægir ferðaþjónustu. 

Hætt er við að efnahagsástand vegna veirunnar verði bágborið á næstunni. Frestanir á greiðslu skatta og gjalda ná skammt ef skriður kemst ekki á ferðamannaþjónustuna miðsumars. Gistináttagjaldið óvinsæla verður áfram, en fella hefði átt það niður. Það er kostnaðarsamt í innheimtu og skilar litlu í ríkissjóð. Sama er með tollafgreiðslugjald sem er um 600 milljónir á ári. Hélt að þegar tollarnir voru afnumdir af fjármálaráðherra kæmu ekki ný gjöld.

Stjórnarandstöðuflokkar með lausnir sem duga eru eru aldrei eins nauðsynlegir eins og óvissutímum. Það sýndi sig með Icesave. Sjá má erlendis að stjórnmálamenn keppast við að finna útspil. Í Þýskalandi á að veita launamönnum 75% aðstoð. Í Bretlandi 80%. Í Bandaríkjunum  geta fyrirtækin sagt upp starfsmönnum með viku fyrirvara og lokað, þá tekur ríkið við að greiða atvinnuleysisbætur. Hér virðist sem fyrirtækin eigi að sjá um alla vinnuna sem til kemur vegna bóta og útreikninga? Fyriræki í ferðaþjónustu eiga mikið undir aðgerðum stjórnmálamanna og velvilja. Að ekki sé talað um að byggja upp innviði eins og vegi.

The Wallstreet Journal:

A group of 300 Chinese intensive-care doctors began to arrive in Italy on Wednesday, one of several Chinese offers to support epidemic-stricken European countries, as China tries to rebrand itself internationally from source of the new coronavirus to a friendly helper.


mbl.is Ólíklegt að þessar aðgerðir dugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðlögun, ekki stór stökk

Fyrirtækin í  Ameríku eru byrjuð að loka, einkum þar sem mest er um ferðamenn. Við sjáum það á á Norðurlöndum að hópuppsagnir eru byrjaðar þar sem menn sjá fram á harðan "sumar-vetur". Að loka almennt fyrirtækjum og skólum með tilskipunum gerir veturinn erfiðari eins og í Noregi. Svartsýni og ofvarnir gegn veirunni gera hlutina aðeins verri, eins og læknirinn segir " við ætlum ekki að útiloka veiruna."

Ríkisstjórnin hefur lofað greiðslufresti gjalda, en hann dugar skammt ef ekki verðar feldar niður álögur, tryggingargjald og fleira. Atvinnurekendur og launþegar hafa árum saman verið að greiða í góðærissjóði og stuðlað að góðri afkomu ríkissjóðs með eftirfylgni fjármálaráðherra, nú er komið að borg og bæ að gefa einnig eftir af gjöldum. Sama mun gilda um lífeyrissjóð til að fyrirtækin geti minnkað kreppuna.


mbl.is „Ekki búin að átta okkur á því hvað þetta þýðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geimverur koma. Er verið að ofgera eða skollin á styrjöld við veirur?

Allar hillur Costcó eru að tæmast allt frá Los Angeles til Icelands. Fólk flýr úr borgum í sumarhús og skógarbýli, býr sig undir meiri háttar pest. Hræðslan við innrás Geimvera var í algleymingi fyrir nokkrum áratugum. Hollywood lét sitt ekki eftir liggja og bíóparadísir fylltust af eftirvæntingafullum ungviði.

Nú þegar faraldurinn er í rénum í Kína lokast öll landamæri á Vesturlöndum fyrir agnarsmáum geimskröttum sem fáir vita hvernig haga sér. Xi JinPing forseti hefur tekið aftur gleði sína og sést nú án grímu í höfuðborginni. Allt er þetta í geimstílnum, en einnig einskonar stækkuð mynd af eyjafjallaeldgosi.

Markarfljótið varð kolsvart á örskömmum tíma og flugferðir á meginlandinu lömuðust vegna öskufoks. Á tímum Skafárelda er talið að mannafellir hafi orðið í Evrópu þeirra vegna, en um helmingur Íslendinga lét lífið úr harðæri sem fylgdi. Er nema von að tæknivæddir nútímamenn óttist faraldra.

Viðbrögðin nú eru ofsakennd, eins og eitthvað sé óráðið í kortunum. Er þetta mengunarvandinn, loftslagvandi, offjölgun á hótel jörð, hræðsla sem tekur völdin eða tortryggni á þekkingu vísindanna í veirufræðum? 

 

 


mbl.is Aðeins fjögur ný innanlandssmit í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukin bjartsýni. Ný tækifæri með Grétu

Dauðsföll af völdum pestarinnar fara snar minnkandi í löndum þar sem hún kom fyrst upp. Vírusinn er eins og vatnið leitar að farvegi, og herjar helst á þá veikustu sem eru í áhættuhópi. Í fjölmennum þéttbýlum þjóðfélögum eru þeir margir og oft eru hreinlætisaðstæður bágbornar.

Í Kína renna stórfljótin mörg þúsundir kílómetra til sjávar, kolmórauð af úrgangi sem fellur til á langri leið. Umhverfisáhrifin gríðarleg eins var við eldgosið í Eyjafjallajökli. Iðnaðurinn og þéttbýlið í Kína er á tiltölulega litlu landsvæði, þar er verið að framleiða stóran hluta af heimsframleiðslunni. Vesturlöndin styðja við þessa framleiðslu með kaupunum og gera litlar kröfur um að iðnaðarvörunar sé framleiddar í viðunandi umhverfi. 

Hér er hafin vakning um að endurnýja úrgang, en í raun er endurvinnslan skammt á veg kominn. Gréta hin sænska hefur talað en foreldrarnir seinir að taka við sér. Það góða við boðskap Grétu er að hún sýnir fordæmi og dregur úr sóun. Leiðir okkur inn á braut nýrra tækifæra með breyttri hugsun. Íslendingar eru einstaklega heppnir að hafa mikið af hreinu köldu vatni og heitu til baða og upphitunar. Íseyjan ætti að geta verið land hreinleikans þar sem útsýni er stórkostlegt eins og á sólríkum degi í dag.

 


mbl.is Það versta er yfirstaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiran virðir ekki landamæri. "Þvoið hendurnar"

Veirufræðingurinn norski, Orjan Olsvik sem starfað hefur allt sitt líf við að skilgreina veirur og smitfaraldra varar við óþarfa ótta vegna Kórónuveirunnar. Hann tekur og fram að Covid19 sé ekki hættulegri en Sars veiran og álíka smit sem hafa gengið yfir heimsbyggðina. Í frábærum fundi í kvöld á Stöð2 heyrði ég ekki betur en viðmælendur hans, landlæknir, sóttvarnalæknir og lögreglufulltrúi væru líkt þenkjandi.

Traustvekjandi var að hlusta á þau svara forvitnilegum spurningum borgara. Sóttvarnalæknir tók fram að til lítils væri að loka landamærum landsins þegar von væri á tugþúsundum Íslendinga sem væru á ferðalagi erlendis. Hann tók og fram að árum saman hafi embætti hans unnið að vörnum og viðbrögðum við smitsjúkdómum.

Í heimalandi Olsvik, Noregi er verið að grípa til þess ráðs að loka skólum og fyrirtækjum, sem lýsir meir óttaviðbrögðum en skynsemi sem byggist á reynslu og ráðum þeirra bestu fagmanna. Smit í Noregi eru tiltölulega færri en á Íslandi. Viðbrögðin ekki alltaf skiljanleg. Allir eru sammála að sýna fyllstu varkárni og styrkja ónæmiskerfið. Bretar eru meðal þeirra sem telja vonlaust að hindra tímabundið öll smit og loka þeir ekki skólum eða fyrirtækjum nú. Á upplýsingafundi ríkistjórnar Boris Johnson var vandlega skýrt frá því hvaða rök lægju að baki. Uppbyggjandi fundur. "Þvoið hendurnar" voru lokaorð Johnson. 

Dauðsföllin sem rekja má til Kórónuveirunnar eru orðin um 5000 á nær tveimur mánuðum hjá þjóðum sem eru um einn fjórði hluti jarðarbúa. Á sama tíma hafa um 2 milljónir dáið eðlilegum dauðdaga í þeim þjóðlöndum.

 


mbl.is 117 smit staðfest hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margir skoða líf sitt í nýju ljósi

Allt umtalið vegna Kórónuveirunnar er jákvætt ef það veldur jákvæðum lífstílsbreytingum og betra matarræði. Margir eru í áhættuhópi með sykursýki, hjartasjúkdóma eða hafa haft vægt kvef. Þeir sem komu frá Ítalíu mega teljast heppnir að vera komnir heim. 

Fréttir frá Ítalíu benda til að dánartíðni af völdum veirunnar sé hærri en í Kína. Um 5 prósent smitaðra á móti 3.8 prósentum látinna í Kína. Í Kína voru skráð 8 ný smit um helgina, á sama tíma 1492 á Ítalíu. Allt bendir til að veiran á Ítalíu sé skæðari.  Samkvæmt Worldometer.info tölum um Kórónuveiruna er fjöldi smitara hér há tiltölulega, hærri en meðal margar milljóna þjóða.

 


mbl.is Líta á sóttkvína sem gjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loks land framundan. Óþarfa hræðsla?

Prófessor Orjan Olsvik í Tromsö segir að Kórónuveiran sé ekki hættulegri en venjuleg inflúensa. Léttir að heyra yfirvegaðan fagmann og reynslubolta tala. Væntanlega er hræðsla við Kórónuveiruna að ná hámarki þessa dagana. Skynsamleg orð Olsvík koma á réttum tíma. 

Líta verður á viðbúnað yfirvalda við veirunni sem öryggispróf á útbúnaði sem gæti gagnast við mun alvarlegri faraldra. Enginn sérstakur viðbúnaður var á flugvellinum í Veróna þegar Flugleiðir flugu með skíðamenn frá svæði sem afmarkað var hættusvæði. Eftir stendur að ferðalangar skyldu ávallt kynna sér aðstæður í löndum sem þeir ferðast til. Ítalía er fjölmennt land, fleiri en allir Englendingar og þar búa álíka margir af kínverskum ættum og allir Íslendingar. Skýrir væntanlega hve mörg Kórónusmit hafa greinst þar.

Góð fréttamennska Aftenpóstsins og Morgunblaðsins. Hei Norge.


mbl.is Segir yfirvöld ala á óþarfa ótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er sameiginlegt með smitferli veirunnar á Ítalíu og Íslandi?

Ísland er með tiltölulega mörg skráð Kórónuveirusmit. Tvöfalt fleiri en á Ítalíu, álíka og í Kína hlutfallslega ef miðað er við mannfjölda. Ítalir eru 60 milljónir og um 180 sinnum fleiri en Íslendingar. Þar eru rúmlega þrjú þúsund manns skráðir með vírusinn. Hér eru þeir um fjörtíu.

Athygli vekur að á Ítalíu hafa búið margir Kínverjar. Ferðamenn frá Kína eru á skíðum á svipuðum slóðum og Íslendingar? Í Kína hafa yfir 160.000 manns verið skráðir með smit og þar af hafa um 56000 náð sér eftir eftir væg einkenni. Mikilvægt væri að skrá betur þá sem hafa náð sér eftir veirusmit t.d. til auka bjartsýni. 


mbl.is „Eðlilegt“ og „sjálfsagt“ að leggjast á árarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hluti af lífkeðjunni. Tölufræðin gagnleg

Smitandi veirur hafa tilgang, eru partur af lífkeðjunni, til að sigrast á eða falla fyrir? Konur fá síður Kórónuveiruna, börn ekki og yngra fólkið sleppur að mestu við smit. Útbreiðslan er mörgum sinnum minni í heitari löndum Afríku og Suður-Ameríku. Sama gildir um stríðsþjáð löndum við Svartahaf, Tyrkland, Sýrland og Úraníu.

Þeir sem styrkja ónæmiskerfið reglulega eru ólíklegri til að fá bakteríusmit eins og inflúensur að vetri til. Útivera, áreynsla og íþróttir styrkja unga og gamla. Óþarfa bölsýni stendur venjulega ekki lengi yfir. Alltaf birtir upp um síðir.


mbl.is Karlmenn líklegri til að deyja vegna kórónuveiru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Mars 2020
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband