Flokkar með útspil gagnlegir. Kína hjálpar Ítölum.

Gott er að eiga góða að ef versnar ástandið. Kórónatilfellin eru tiltölulega mörg hér á landi og því nauðsyn að hafa varan á. Fyrirtæki í Kína hafa boðist til að senda viðskiptamönnum á Íslandi grímur og annað tengt án endurgjalds. Kínverjar virðast fylgjast vel með þróun veirunnar í Evrópu. Margir áhugasamir ferðalangar Kína vita margir heilmikið um Ísland. Þeir koma mest að vetri til og eru mikilvægir ferðaþjónustu. 

Hætt er við að efnahagsástand vegna veirunnar verði bágborið á næstunni. Frestanir á greiðslu skatta og gjalda ná skammt ef skriður kemst ekki á ferðamannaþjónustuna miðsumars. Gistináttagjaldið óvinsæla verður áfram, en fella hefði átt það niður. Það er kostnaðarsamt í innheimtu og skilar litlu í ríkissjóð. Sama er með tollafgreiðslugjald sem er um 600 milljónir á ári. Hélt að þegar tollarnir voru afnumdir af fjármálaráðherra kæmu ekki ný gjöld.

Stjórnarandstöðuflokkar með lausnir sem duga eru eru aldrei eins nauðsynlegir eins og óvissutímum. Það sýndi sig með Icesave. Sjá má erlendis að stjórnmálamenn keppast við að finna útspil. Í Þýskalandi á að veita launamönnum 75% aðstoð. Í Bretlandi 80%. Í Bandaríkjunum  geta fyrirtækin sagt upp starfsmönnum með viku fyrirvara og lokað, þá tekur ríkið við að greiða atvinnuleysisbætur. Hér virðist sem fyrirtækin eigi að sjá um alla vinnuna sem til kemur vegna bóta og útreikninga? Fyriræki í ferðaþjónustu eiga mikið undir aðgerðum stjórnmálamanna og velvilja. Að ekki sé talað um að byggja upp innviði eins og vegi.

The Wallstreet Journal:

A group of 300 Chinese intensive-care doctors began to arrive in Italy on Wednesday, one of several Chinese offers to support epidemic-stricken European countries, as China tries to rebrand itself internationally from source of the new coronavirus to a friendly helper.


mbl.is Ólíklegt að þessar aðgerðir dugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband