26.6.2016 | 00:50
Guðni sigurvegari "kosningasjónvarpsins"
Síðustu dægrin gjörbreytist kosningastaðan miðað við kannanir. Sýndi að sjónvarpið er mesti áhrifavaldurinn. RÚV ræður skoðanamyndun og þar hafði Guðni vinninginn, var oftast í fréttum þess. Halla var þess meðvituð. Hún var eini frambjóðandinn sem gat skákað Guðna.
Halla fékk ekki verulega kynningu í sjónvarpsmiðlunum fyrr en á seinustu metrunum. Davíð og Andri voru þekktir fyrir, fengu líklega flest atkvæði frá þeim ungu.
Börnin virtust kjósa líkt og foreldrarnir. Athyglisvert var viðtalið við stúlkuna sem vildi taka á móti mörgum stríðshrjáðum Sýrlendingum. Ekki vinsæl skoðun hjá hinum gömlu sem telja sér ógnað af innflytjendum.
Guðni og kona hans sem er frá Kanada eru glæsilegir fulltrúar hins nýja Íslands. Vonandi styrkjum við einnig samböndin við Kanada og fáum Kanadadollar sem alvöru gjaldmiðill.
![]() |
Held að sigurinn sé í höfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2016 | 22:36
50% kjósenda óákveðnir. RÚV áhrifavaldur
Ef svo er verða kosningarnar spennandi. Eftir kynningu kvöldsins kunna margir að vera enn óákveðnir. Fyrst og fremst verður að hrósa frambjóðendum fyrir þjónustulund og framtak. Ákveðin skemmtun felst í öllum kosningum.
RÚV er leiðandi í skoðanamyndun og miklu sterkari ríkismiðill en sambærilegir erlendis. RÚV er á auglýsingamarkaði og tekur milljarða í auglýsingartekjur frá frjálsum fjölmiðlum auk ríkisframlags. Einkennilegt að stjórnmálamenn skuli leyfa þessa mismunun.
Vinstrimenn þekkja þennan veikleika og koma sér fyrir þar sem áhrifa þeirra gætir. Við langt sumarfrí Kastljósmanna gætir þess minna en senn verða aftur kosningar.
![]() |
Enginn glæpur verið framinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2016 | 17:30
"Naumur meirihluti, gamla fólkið"
Mikið til í röksemdum Björgúlfs þegar Bretar yfirgefa Evrópusambandið. Markaðurinn var fljótur að bregðast við. Unga fólkið í Evrópu verður fyrr eða síðar að vinna meira saman. Nettæknin og nútíma samskipti kalla á meiri samvinnu Evrópuþjóða.
Úrsögn Breta getur einnig bjargað Evrópusambandinu, ef ráðamenn þess taka við sér og taka meira tillit til vilja ólíkra þjóða. Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands vill breyta stefnu ESB ef hann nær kjöri.
Íslendingar eru það fjarri og smáir að þeir geta haft aðra skoðanir tímabundið. Sótt verður að landbúnaði og auðlindum sjávar, en hvað lengi geta menn varist?
![]() |
Björgólfur: Efnahagslegt sjálfsmorð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2016 | 12:31
"Pólitísk umræða í forsetakosningunum"
Í ítarlegu viðtali á Bylgjunni við fyrrverandi útvarpsstjóra sagði Ólafur R. Grímsson forseti að umræðan nú væri pólitískari sem aldrei fyrr. Viðtalið á eftir að auka enn hróður Ólafs sem forseta. Enginn leyndarhjúpur á að vera um skjöl forsetans og mikið af þeim komið í Þjóðskjalasafnið.
Einstöku viðtöl fréttamanna eru meira upplýsandi en önnur. Þannig talaði Ingvi Hrafn á ÍNN við Ragnheiði Elínu Árnadóttur atvinnu og ferðamálaráðherra. Hún bar af sér neikvæða umræðu og ferðamannagjöld hér og þar. Sagðist vera kominn til að skapa gott umhverfi í atvinnumálum. Talaði eins og stjórnskörungur.
Forsetinn sagðist hafa nóg að gera í samfélagsþjónustunni þegar kjörtímabilinu líkur. "Ástfanginn" af verkefnum sem bíða. Sumir stjórnmálamenn vaxa með hverri raun og ekki síst þeir sem eru víðsýnir og nærast af straumum frá ólíkum menningarheimum.
![]() |
Erfitt að vera ástfanginn forseti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 22.6.2016 kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2016 | 00:39
Sagan endalausa
Er verið að endurtaka mistök í Guðmundarmálinu með nýjum saksóknara? Engin sönnun liggur fyrir um að Guðmundur Einarsson hafi dáið með saknæmum hætti. Samt sem áður telur nýr saksóknari það knýjandi að tefla saman tveimur ógæfusömum brotamönnum og flétta saman 4o ára ótrúverðugum sögusögnum.
Athygli vekur í fréttinni; að hinir handteknu voru unglingar á þeim tíma sem hvarf Guðmundar átti sér stað. Það eitt veikir málstað saksóknara og handtökuskipanir. Það er heldur ekki trúverðugt að taka upp meira en 40 ára gamalt mál með mönnum sem hafa fengið þunga dóma.
Sautjándi júní er einu sinni á ári og notaður til að staldra við. Spyrja hvað hafi áunnist eða farið úrskeiðis. Líta fram á veg, og reyna að gera betur í landi miðnætursólar. Í Guðmundar og Geirfinnsmálinu sem átti að taka upp að nýju er því ekki að dreifa. Þar virðist allt vera að fara í gamlan farveg.
![]() |
Morðingi og Malaga-fanginn yfirheyrðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2016 | 18:48
Engin vissa fyrir saknæmu hvarfi Guðmundar og Geirfinns.
Handataka tveggja brotamanna nú sýnir flækjustigið sem þetta mál tekur endalaust á sig. Mál sem kom upp fyrir 42 árum. Myndin af Erlu Bolladóttur sem fylgir fréttinni segir mikið um vanlíðan sem hefur fylgt sakborningum í gegnum nær hálfa öld. Engin tengsl voru á milli Geirfinns og Guðmundar. Samt sem áður var hvarf þeirra spyrt saman 4 árum seinna.
Rannsóknarmennirnir fylgdu fyrirmælum yfirmanna sinna hjá Sakadómi Reykjavíkur. Notuðu þau meðul sem voru á þeim tíma við yfirheyrslur. Skipaðir verjendur sakborninga áttu takmarkað aðgengi að rannsóknargögnum og var haldið í óvissu á hinum langa rannsóknartíma.
Vönduð yfirferð og tilvitnanir Morgunblaðsins í dag segja mikið um málið. Gagnlegt nýjum kynslóðum sem vilja kynna sé málið.
![]() |
Þetta kemur ekki á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2016 | 15:09
Kveðjustund í Laugarneskirkju og gleymdir listamenn
Miðvikudag 10. maí var Kári Eiríksson listmálari jarðsunginn. Athöfnin fór fram í Laugarneskirkju í Reykjavík, fallegri stílbyggingu Guðjóns Samúelssonar húsameistara. Ekki var ég alveg viss hvort ég væri á réttum stað því önnur kirkja hafði verið nefnd við mig deginum áður.
Þegar ég nálgaðist kirkjuna að vestan blasti við stór íslenskur fáni í hálfa stöng við inngang kirkjunnar. Veðruð kirkja böðuð skeljasandi í sementlit með einkar fallegum gluggum á langhlið. Stærð og skipan þeirra minntu mig á list Kára. Kirkjan í hamrastíl Guðjóns með rómversku yfirbragði klausturs. Hér var vel valin umgjörð um einstaka, látlausa og hlýja íslenska kveðjustund.
Athöfnin með forspili og bæn á hefðbundinn máta. Einsöngur tenórsins Gissurar Páls Gissurarsonar fyllti kór kirkjunnar. Minningarorð, þar sem presturinn lagði áherslu á hlýjuna. Andblæ vestfirska fólksins og vina. Vinabönd sem byggja brýr og traust.
Sonarsonur Kára, Dagur lék einleik á gítar. Kammerkór kirkjunnar söng. Karl Sigurbjörnsson fyrrverandi biskup jarðsöng. Forsetinn Ólafur Ragnar Grímsson heiðraði kveðjuathöfnina með nærveru sinni og hlýhug til listamannsins.
Hlýja að vestan, samheldni, samvinna og gagnkvæm virðing fyllti loftið. Alúðin við síðustu kveðju hinna nánustu og vina sem bjuggu í borginni. Kirkjubyggingin, nesperla Guðjóns Samúelssonar undirstrikar líka gjafir listamanna í formum, litum og dráttlist. Hinum þöglu gjöfum sem tala.
Kirkjugestir að vestan og úr borginni, frá hinum ýmsum stöðum og úr ólíkum stéttum. Margar aldnar kempur, hoknar af lífsreynslu, en líka ungum mönnum sem hafa þroskað list sína í tónum og spili. Undir kaffi og veitingum mátti mæla við íslensku konuna sem oft birtist í málverkum Kára, hvöss, ákveðin og einbeitt með skoðanir. List Kára er íslensk eins og hamrar Samúelssonar.
Kári hefði getað skapað sér gott nafn í Ameríku en þangað leitaði hugur hans oft. Honum var falið að gera stórt verkefni fyrir Ólympíuleikana í Mexíkó. Oft talaði hann um listamenn í Ameríku sem brutust áfram af eigin rammleik óstuddir. Án styrkja en með stuðningi listaðdáenda. Listsköpun Kára var sjálfstæð eða frjáls eins og það heitir í dag. Hún féll ekki inn í ramma þeirra er skrifuðu myndlistagagnrýni í blöð.
Kári átti það sameiginlegt með Guðmundu Andrésdóttur að vera ekki í náðinni hjá listagagnrýnendum eða skólabókamönnum sem læra listasögu. Neikvæð gagnrýni og niðurrif tóku á Kára Eiríksson, þótt hann léti ekki á því bera. Sjálfur man ég þegar ég var nemandi Guðmundu að hún málaði undurfarar abstrakt myndir. Á sama tíma voru margir abstraktmálarar talir óæðri listamenn. Þetta fundum við ungmennin þegar við nutum þess að hafa úrvalskennara í myndlist. Kennara á borð við Guðmundu Andrésdóttur og Jóhann Briem.
Það var á orði meðal aðdáenda Kára Eiríkssonar að efna ætti til yfirlitssýningar á verkum hans. Ekki væri úr vegi að sameina í eina sýningu verk Guðmundu, Jóhanns og Kára á Kjarvalsstöðum. Einstakir, gleymdir og vanmetnir listamenn sem fóru sínar eigin leiðir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2016 | 21:16
Óvæntur glaðningur
Glæsilegur árangur. Alltaf gaman þegar gáfur skila sér á skólabekk. Einstakt að fá jafn háa einkunn í tækninámi, en forskólanámið hefur eflaust komið að góðum notum. Grafísk hönnun býr yfir miklum möguleikum í leturlist. Formbygging sem kemur mest fram á pappír eða neti.
Grafík er myndlist og litastýring frekar en vinnsla þar sem sjálfstæð vinnubrögð eru viðhöfð. List sem við meðtökum sem sjálfsagðan hlut, þegar mikið liggur að baki.
![]() |
Dúxinn er þrítug móðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2016 | 23:08
Pólitísk ástarveisla í söng og litadýrð
Lifandi vettvangur iðandi lífs þjóðabrota Evrópu. "Thank you Europe" sagði bláklædda söngkonan frá Úkraínu . Minnti á að þjóðir þurfa að lifa saman í sátt og samlyndi. Rússar verða enn að læra og bíða þess að vinna.
Gísli Marteinn var lifandi og skemmtilegur sviðsstjóri RÚV. Stór hluti sýningarinnar eru sviðsgaldrar, leikur ljós og lita. Sviðsframkoma. Mögnuð grafík í stafagerðalist birtist í nöfnum landanna. Sýning fyrir 200 milljón áhorfendur.
Þau lönd sem ná lengst eru oftast með bestu sviðsmyndina. Glæsilegir kjólar. Kynþokkafullir drengir. Glæsilegar söngkonur frá Úkraínu, Möltu og Armeníu voru allar ofarlega á vinningslistanum.
Greta Salóme týndist líklega í dökkri sviðsmyndinni í átakalitlu lagi. Úkraínska söngkonan Jamala aftur á móti hvarf aldrei af sviðinu í litum bláa vatnsins, umvafin eldi og gulum sólarkrossi. Engin stig frá Ísland til Úkraínu, því miður.
![]() |
Úkraínskur sigur í Eurovision |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.5.2016 kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2016 | 14:15
Lilja og Sigurður Ingi stjörnufólk Íslands
Vinargleði og léttleiki. Sómi af látlausum fulltrúum Íslands. Alþýðulegt fólk sem hefur skotist upp virðingastigann í viðhafnarveislu með einstökum forseta. Obama hefur haft erindi og erfiði í forsetastóli. Áorkað miklu sem ekki er víst að aðrir hefðu getað. Nú síðast friðarumleitanir í Sýrlandi.
Obama flutti hermenn frá Afganistan og Írak. Samdi við Íran. Endaði valdatíð einræðisherra í Líbýu. Opnaði á ný tengsli við Kúbu eftir 50 ára einangrun. Listinn er langur á umbótum sem skelleggur og ákveðinn forseti getur náð. Markverðasta eru aukin réttindi í tryggingalöggjöfinni.
Þá er talið að hann hafi endurreist bílaiðnaðinn og á hans tímabili fengu um 13 milljón manna nýja atvinnu. Flokkur Obama er til vinstri/hægri í stjórnmálum líkt og Framsóknarflokkurinn. Eykur atvinnu og styrkir innviði, en líka einkaframtakið. Með komu Obama til Íslands myndi Framsókn fá fleiri rósir í hnappagatið.
Nýtt heiti í stjórnmálum er að finna í leiðara Morgunblaðsins í dag: Mið-vinstrihægriflokkur og stjórnar í Brasilíu. Aðeins eru tveir flokkar í raun starfandi á Íslandi. Vinstri/hægri stjórnarflokkar sem nú stjórna og marxísku flokkarnir með pírötum sem eru ómarkvissir og tækifærissinnaðir í sínum stefnumálum.
![]() |
Sigurður Ingi reytti af sér brandarana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson