8.10.2017 | 18:55
Sigmundur hefur áræði og kjark. Góður grunnur Miðflokksins
Árangur Sigmundar Davíðs í stjórnmálum á stuttum stjórnmálaferli gera grunnmarkmið Miðflokksins trúverðug. Flokkur sem getur sótt fylgi til hægri og vinstri. Styrkur Sigmundar er að takast á við erfið viðfangsefni og breyta málum farsællega.
Enginn vafi er á að vinstri sinnaðir fjölmiðlar munu reyna að gera stefnumál flokksins tortryggileg. Leggja áfram gildrur fyrir hinn unga stjórnmálamann og frambjóðendur flokksins. Sigmundur segir að stjórnmálamenn hræðist mótbyr og lofar að standa í ístaðinu.
Prjónandi fákur í merki flokksins verður þeim áminning sem hafa misnotað aðstöðu sína á ríkisfjölmiðli. Þegar þeir ætla endurtaka leikinn er hætt við að fáir taki mark á þeim.
![]() |
Ríkið endurskipuleggi fjármálakerfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2017 | 07:22
Katrín toppar en Bjarni með tengsl við atvinnulífið í kuldanum
Skammtímaminni kjósenda dekkar ekki hörmungar síðustu vinstri stjórnar. Kosningalýðræðið á villigötum og kjósendur hafa fáa kosti til að skapa festu í stjórn landsins. Misvægi atkvæða og uppbygging fjölmiðla skapar óvissu.
Á meðan vinstri menn sigla lygnan sjó og beita brosmiklum foringjum og trúðum sjá fjölmiðlar þeirra um að Bjarni Benediksson sé upptekinn við að svara erlendum sem innlendum um tengsl sín við atvinnulífið og banka. Sami leikur og hafður var við að koma Sigmundi Davíð frá sem forsætisráðaherra.
Halda mætti að kjósendur hafi gleymt hvernig atvinnulífið og atvinnusköpun er undirstaða allrar velferðar og uppbyggingar bæja og ríkisstofnana. Þá kemur aðgerðaleysi síðustu ríkistjórna við að skapa jafnvægi á fjölmiðlamarkaði þeim í koll sem nú tapa í skoðanakönnunum. Allir óttast að verða "sjanghæjaðir, munstraðir á annað skip eða málefni og settir undir rannsóknarvald.
Þá kemur sér vel að vera reyndur trúður og brosa að "barnalegum" spurningum kjósenda og fjölmiðla? Á tímum kaldastríðs voru menn meðvitaðir um hvernig hægt var að beita fjölmiðlum og ríkisstofnunum í Austur-Evrópu. Í dag trúa menn að pressan og sjónvarpið vari við hættunum og komi sannleikanum upp á yfirborðið. Aðeins einstaka háskólaprófessor, vísindamaður eða rithöfundur reynir að andmæla hálfsannleikanum.
![]() |
X-M mælist með meira en X-B |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2017 | 21:32
Sterkir liðsmenn Sjálfstæðisflokks. Hvað með fulltrúa VG?
Ásmundur kemur vel fyrir í þáttum á ÍNN. Páll ætti að getað lagt niður RÚV eða gert það tímabundið að menningartengdu leikhúsi. Páll var eini þingmaðurinn sem stóð með sínu ferðaþjónustufólki þegar kom að nýrri skattlagningu. Langur loforðalisti Sjálfstæðisflokks sem ekki er efndur eftir kosningar er að skaða flokkinn.
VG býður upp á Ara Trausta í efsta sæti listans í Suðurkjördæmi. Hverju skyldi hann lofa kjósendum í atvinnumálum?
![]() |
Páll og Ásmundur leiða í Suðurkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2017 | 13:15
Leiðtogar taki áhættu. Sigmundur farsæll, skapaði hér góðæri með Sjálfstæðisflokki.
Dýrmætasta hverjum flokki eru góðir leiðtogar. Þeir geta lyft grettistaki hafi þeir hugrekki til að takast á við sundrungaröfl. Framsókn er flokkur hnífa og innanhúsátaka. Þegar farsæll leiðtogi sér það eina úrræði að yfirgefa flokkinn er það dapurlegt. Hann gæti gengið í Sjálfstæðisflokkinn eða myndað annað stjórnmálaafl.
Samvinnuflokkurinn.is er ekki vænlegt heiti á nýjum flokki. Þurfum ekki fleiri stjórnmálaflokka, en sé stefnan skýr getur nýr stjórnmálflokkur fundið sér farveg. Marcon í Frakklandi var vel tekið þar sem hann hafði lausnir á hraðbergi. Hann getur tekist á við úrelta vinnulöggjöf og fékk stuðning hægri og miðjuafla. Shröder kanslari í þýskalandi kom á breytingum á vinnumarkaði fyrir aldamót. Merkel býr að kristilegum grunni og er eins klettur í stjórnmálum. Í Þýskalandi treysta menn ekki á smáflokka og þekkja afleiðingar sundrungar.
Gjörbreytt fjölmiðlaumhverfi á Íslandi hefur skapað óvissu í stjórnmálum. Ofurvaxnir ríkismiðlar leika lausum hala. Enginn stjórnmálamaður virðist ætla að taka á þessum vanda. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fylgi í hlutfalli við stuðning í fjölmiðlum. Vinstri grænir hafa Ríkisútvarpið með sér og vita hvernig þeir geta "nýtt" sér það.
Styrkleiki Sigmundar er yfirsýn á efnahagsmálum, hefur lausnir sem hann var tilbúinn að takast á við. Nýjar kauphækkanir með óbreytta vinnulöggjöf er ávísun á háa vexti og verðbólgu. Hægt er að glutra niður velgengni á skömmum tíma ef menn sjá ekki fyrir hætturnar. Næstu kosningar munu verða afdrifaríkar í þeim efnum.
![]() |
Sigmundur Davíð hættir í Framsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2017 | 10:01
Dæmalaust uppsetning á RÚV. Ómarktækt leikhús ríkisstarfsmanna
Ríkisstofnanir viðurkenna ekki mistök. Óskeikulleikinn er eins og hjá rannsóknarstofnunum á miðöldum. RÚV þursast áfram þótt allir sjái hvernig kjólfötum fréttastjóri klæðist. Þessi frétt um staðreyndavillur lögmanns Zoega eru eins og annar tilbúningur frétta RÚV ekki marktækur.
Óstöðugleiki í stjórnmálum endurspeglar stöðuna. Enginn þarf að fara í grafgötur með hvernig fjölmiðill með 60% markaðshlutdeild getur með endurtekningum ranghugmynda búið til óvissu í lífi fólks. Búið til gerviheim sem frestar uppgjöri á dómsmorðum sem framin voru á áttunda áratugnum.
Í síðustu viku greindi RÚV frá því að einn af þeim dæmdu í Geirfinnsmálinu, Guðjóni Skarphéðinssyni hefði verið veitt uppreist æru fyrir 22 árum. Nú er "glæpurinn" orðinn manndráp af gáleysi. Opinberi línu er fylgt út í æsar. Í meðvitund flestra Íslendinga hafi ungmennin verið dæmd saklaus. Þáttur ríkisútvarps og vöntun á gagnrýni á sínum tíma var ekki til að bæta andrýmið og það svartnætti sem ríkti í dómsmálum 1976.
Í febrúar 2017 segir í fréttum Ríkisútvarps:
"Dauða Geirfinns Einarssonar og smyglbrotum" Hvenær var sannað að Geirfinnur hefði staðið að smyglbrotum? Spuninn heldur áfram 41 ári síðar.
Úr fréttum Ríkisútvarps 18. september 2017: "Guðjón Skarphéðinsson prestur var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Kristján Viðar Júlíusson og Sævar Ciesielski voru einnig dæmdir fyrir sömu sök. Guðjóni var veitt uppreist æru 1995, fyrir 22 árum. Endurupptökunefnd féllst fyrr á þessu ári á endurupptökubeiðni Guðjóns og fjögurra annarra sem dæmdir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu,Þetta kemur fram í gögnum sem dómsmálaráðuneytið hefur afhent fjölmiðlum.
24.2.2017 var frétt á RÚV: Nefndin heimilar sem sagt að morðmálin verði tekin fyrir á ný, en hafnaði hins vegar beiðnum Erlu Bolladóttur, Kristjáns Viðars Júlíussonar og Sævars um endurupptöku á dómi Hæstaréttar sem sakfelldi þau fyrir að hafa borið rangar sakir á Einar Gunnar Bollason, Magnús Leópoldsson, Sigurbjörn Eiríksson og Valdimar Olsen, að þeir hefðu átt hlut að dauða Geirfinns Einarssonar og smyglbrotum.
"Morðmálin tekin upp, ekki rangar sakargiftir
Endurupptökunefnd kynnti í dag um niðurstöður sínar í málum sexmenninganna sem hlutu á sínum tíma refsidóma fyrir aðild sína að Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Þar hlutu Kristján Viðar Júlíusson, Sævar Marínó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson fangelsisdóma fyrir að banað Guðmundi Einarssyni í janúarmánuði árið 1974."
![]() |
Endurupptaka Geirfinnsmálsins peningasóun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2017 | 23:00
Yfirklór fréttastofu RÚV. Fordómar sem eiga ekkert skylt við fréttir.
RÚV útvarp byrjar 24.september að segja frá "ábendingum" um mansal á Akureyri, hafðar eftir aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ, en ekki rökstuddar. Viku síðar er ósannað mansal á Akureyri aðalfrétt ríkissjónvarpsins í skrautlegum búningi fréttamanns. Eina eða tvær vikur í smíðum?
Fréttastjóri RÚV segir nú að heimildir fyrir falsfréttinni komnar frá Einingu verkalýðsfélagi. Staðhæfingar í fréttinni bera vott um mikla fordæmingu og niðurlægjandi viðhorf til Kínverja sem reka staðinn.
Um 70% innflytjenda finna fyrir fordómum í sinn garð. Þeir eiga við um neikvæða umræðu, sleggjudóma eða órökstudda dóma. Þegar stærsti fjölmiðill á Íslandi gengur á undan með hleypidóma án þess að afsaka frumhlaup fréttamanns er illa komið fyrir ríkisstofnun. Miðill sem rekinn er af skattfé og frjálsum auglýsingum.
Í yfirlýsingu Einingar um athugasemdir fréttastjóra er því haldið fram að RÚV þurfi að bera ábyrgð á óvönduðum fréttaflutningi í stað þess að koma sök á talsmenn félagsins. Fréttastjórinn segir ábyrgðina sína, en biðst ekki afsökunar eða segir starfi sínu lausu? Fréttamaðurinn á Akureyri gæti og tekið á sig sök og beðist velvirðingar á fordómafullri frétt.
Ríkistjórn Íslands fer frá vegna þess að flokkur heilbrigðisráðherra telur vöntun sé á trúnaðartrausti. Menntamálaráðherra sem ber ábyrgð á Ríkisútvarpinu gerir ekkert til að aflétta einokun Ríkisútvarps. Sjónvarpið, eins og margar aðrar stofnanir ríkisins viðurkennir ekki mistök.
Skrifari Í Fréttablaðinu sem titlar sig pistlahöfund segir:
"Auðvitað á RÚV ekki að biðjast afsökunar, það væri fráleitt. Þessi kínverska kona gat sagt sér það sjálf að það væri óeðlilegt að opna veitingastað á Akureyri. Best að bíða, þetta gengur yfir á næstu dögum. Síðan getur fréttastofan haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist."
Óvenjuleg yfirlýsing af pistlahöfundi í blaði sem keppir við ríkisbáknið á auglýsingamarkaði.
Á bloggi Vals Arnarsonar þann 9.9.um fréttina er athugasemd frá Þorsteini Sigurlaugssyni:
"Nú er það kannski í lagi að birta falsfréttir um pólitíkusa. Einhver lýgur mansali upp á heiðarlegan atvinnurekanda. Lygin er birt sem frétt og fórnarlambinu ætlað að sanna sakleysi sitt. Slíkt er alvarlegt mál. Heiðarlegur fjölmiðill myndi vitanlega þrautkanna ásakanir af þessu tagi áður en þær eru birtar sem sannleikur enda um mannorð saklauss fólks að ræða. En RÚV er ekki heiðarlegur fjölmiðill og ástundar ekki vönduð vinnubrögð. Það er kjarni málsins.
Sammála Þorsteini, en það er jafn alvarlegt að reyna að koma óorði á stjórnmálamann eða ættingja hans.
Furðulegt að ASÍ sem hefur miklar tekjur af nýbúum sem hér starfa skuli gera þá tortryggilega í umræðunni, ef satt. Nota til þess ríkismiðill? Áhorfandi eða hlustandi fréttaveitu veit oftast lítið hvað að baki býr eða hvort viðkomandi stéttafélag hefur haft frumkvæði að fréttinni. Fréttastjóri viðurkennir að ábyrgðin sé hjá RÚV en hjá stéttarfélagi ágiskun um misferli?
Sannleikurinn kemur í ljós venjulega eftir öðrum leiðum. RÚV birtir undir yfirlýsingu fréttastjóra skilaboðaskjóðu á netinu: "SAMSKIPTASVIÐ RÚV. Senda skilaboð. Birt undir: Í umræðunni, ASÍ, Eining, Iðja, fréttaflutningur, Fréttastofa, Í umræðunni, Rás 2, Síðdegisútvarpið, Tilkynning, vinnumansal, Vinnustaðaeftirlitið"
Nefnir sérstaklega ASÍ, Einingu, Iðju, vinnumansal og vinnustaðaeftirlitið. Hvað sem það táknar? Alsjáandi stóri bróðir, vinur verkalýðs?
![]() |
Fréttastofa RÚV beri ein ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 17.9.2017 kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2017 | 16:54
Góð auglýsing og frétt fyrir WOW? Gylliboð með varúð?
Ísraelar eru ýmsu vanir og taka gylliboðum með varúð. Leikur með ferðatöskur getur gengið í ákveðinn tíma. Þegar farþegar þurfa að kaupa nýjar töskur vegna minni mála fer gamanið að kárna. Óánægja lendir þá oftar en ekki á samviskusömum flugafgreiðslumönnum. Hið góða er að farþegar aðlaga sig nýjum reglum og leggja af stað með aðeins það nauðsynlegasta.
Áhugavert hefur verið að sjá hvernig WOW hefur getað á skömmum tíma náð miklum viðskiptum. Aukið stórlega framboð á flugleiðum á stuttum tíma og skákað gamalgrónum félögum. Opnað nýja möguleika fyrir Íslendinga og margar aðrar þjóðir. Að ekki sé talað um þátt Mogensen í eflingu ferðaþjónustunnar á Íslandi.
Norvegian og Easy Jet hyggjast koma upp sínum eigin flughöfnum í Evrópu. Umbreyta enn markaðinum. Stór þáttur í velgegni Vesturlanda er frjálsræðið í fluginu. Ameríkanar hafa vitað þetta lengi og styrkja þá litlu til dáða. Fyrir þá er tilvera Ísraels tákn um fjölbreytileika og líf þjóðabrota.
![]() |
WOW air gagnrýnt í Ísrael |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2017 | 15:12
Kínverskir nýbúar niðurlægðir á Akureyri
Fréttastofa RÚV fer ekki í launkofa með andúð sína á útlendingum ef þeir eru með atvinnurekstur. Kínverjar eru gerðir einkanlega tortryggilegir norðan heiða. Í lagi er að hafa þá við uppsetningu á verksmiðju við Húsavík ef vinstri sinnaður stjórnmálamaður hefur komið með verksmiðju á ívilnunarsamningum. Ef þeir vilja kaupa jörð á öræfum eru þeir umsvifalaust útilokaðir með allskonar neikvæðum viðtölum. Grunaðir fyrirfram um græsku og svik.
Til Vancouver fluttust fjölmennur hópur Kínverjar eftir áramótin 1900. Eitt hundrað árum síðar eru Kanadamenn af öðrum stofni að biðja niðja þeirra afsökunar á niðurlægingu og tortryggni sem þeir mættu. Í dag er borgarlífið mun blómlegra fyrir verslun, þjónustu og hugvit sem Kínverjar hafa komið með. Kínverjar eru með afbrigðum iðjusamir, þjónustulundaðir og þolinmóðir. Víða í Evrópu þykir ómissandi að hafa góð kínversk veitingahús.
Stærsti fjölmiðilinn á Íslandi virðist umhugað um að flytja óstaðfestar fréttir af "mansali". Nýyrði um fólk sem fær tímabundna atvinnu í sveitum eða út á landi. Menn eru grunaðir um hitt og þetta og ýmislegt haft eftir mönnum án þess að sannleiksgildið sé kannað. Engin afsökunarbeiðni þegar falskar fréttir eru birtar, en ámáttlegar leiðréttingar. Fréttastofan virðist hafa greið sambönd innan hins opinbera geira og verkalýðsfélaga. Hefur forgang á staðinn eins og við aðför Seðlabanka að Samherja.
Atgangurinn er það mikill að maður spyr hvort hér sé pólitísk hugsun að baki. Þá eð vinstri sinnaðir starfsmenn á fréttastofu telji það til álitsauka og vinsælda að varpa sem mestum aur á þá sem eru með fyrirtæki. Þeirra sem oft mega síns lítils í umræðunni og geta illa haldið uppi vörnum vegna tímaskorts og kostnaðar. Fyrirtækja sem koma með stærsta hluta milljarðatekna ríkisútvarps. Þá má og spyrja af hverju fyrirtækin telji sér hag í að auglýsa hjá stofnuninni?
Blaðamenn á öðrum fjölmiðlum eru flestir búnir að vinna eitt skeið, tímabil af sínum starfsferli hjá RÚV og eru meðvirkir. Trúa því ekki fyrr en á reynir að maðkur sé í mysunni. Þrátt fyrir fyrirsagnir eins og: "30.000 krónur á mánuði og borða afganga." "Fulltrúar stéttarfélagsins eru nú að skoða, ásamt fleiri opinberum aðilum, hver það sé sem finni fólkið í Kína og komi því hingað til lands."
Fréttastofan hefur heldur ekki fyrir því að taka hina fölsku frétt af netmiðli sínum. Starfsmaðurinn sem bjó viðkomandi frétt í búning, hvort sem hann er nýgræðingur eða þaulvanur er "hengdur" upp á vegg af yfirmönnum fréttastofunnar. Kannski von að hann fái smá samúð frá starfsfélögum á öðrum blöðum? Þess er getið sérstaklega að "starfsmenn Einingu hafi farið með túlk á staðinn og talað við starfsfólk." Gæðamerki eða sjálfsánægja blaðamannsins um ágæti fréttarinnar? Í fréttinni er látið að því liggja að um smygl á fólki sé að ræða. "Starfsmennirnir, fimm Kínverjar, hafi fengið loforð um góða atvinnu og framtíðarbúsetu hér á landi, gegn því að greiða háa fjárhæð fyrir." Minnir dálítið á nítjándu öldina.
Furufrétt þessi er með ólíkindum og ekki til þess fallin að stuðla að góðum samskiptum við nýbúa sem koma erlendis frá. Enn á ný er það af landsbyggðinni sem slíkar RÚV fréttir berast.
Bændur eru meira segja miður sín hafi þeir fengið hjálp af ferðalöngum. Af ungmennum sem óska eftir vinnu við uppskeru. Þeir eru hvattir til að tilkynna hvern og einn til stéttarfélags og eftirlitsins. "Mansalsteymi á höfuðborgarsvæðinu." Hvað með unga fólkið okkar sem fær vinnu við vínuppskeru í Evrópu eða öðrum heimsálfum. Er það í hættu?
Í V.B er grein um málið og ábyrgðamenn RÚV. Á Kaffið.is er frétt um að ekkert mansal sé á Sjanghæ á Akureyri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2017 | 11:57
Hárrétt hjá þingmanninum Lýðræðið ekki nógu virkt
Flokkarnir og ráðherrar ráða því sem þeir vilja. Eilífar samningaviðræður í margra flokka stjórn. Útkoman verður veik, óskilvirk ríkistjórn og stjórnsýsla. Meðalmennska sem hentar ekki öllum.
Í Frakklandi varð gjörbreyting á stjórnarháttum með kosningu Macron. Forseta sem hefur völd og getu til að koma stefnumálum sínum áfram. Miðjumoð er of algengt í stjórnmálum. Þar sem ekkert markvisst gerist. Líkt og í Bretlandi í dag. Nú eru mun fleiri kjósendur sem vilja vera áfram í Evrópusambandinu.
Hér á árum áður eftir 2000 var mikið um framkvæmdir og uppgang. Hver var þá forsætisráðherra? Vegir voru malbikaðir út um allt án mikilla vandkvæða. Sturlu Böðvarssonar ráðherra er víða minnst með þakklæti fyrir góða vegi. Nú er lítið framkvæmt og nánast stöðvun á vegaframkvæmdum sem voru samþykkar á fyrri þingum. Framkvæmdaár Gunnars Birgissonar í Kópavogi voru einstök. Mál afgreidd og unnin.
Viðtalið við Theodóru sýnir að hún vill sjá árangur og framfarir. Skynsamleg ákvörðun. Augljóst er að núverandi lýðræði þarf upplyftingu.
![]() |
Theodóra segir af sér þingmennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2017 | 00:12
Nýjar kynslóðir reyna að gleyma fortíðinni.
Vinstri menn í öllum flokkum á Íslandi eru einnig ósáttir. Einn ráðherra vill útrýma ákveðnum laxeldisfyrirtækjum. Annar loka verksmiðjum sem hafa kostað milljarða og eru á tilraunastigi. Hópur manna vill helst gleyma fortíðinni, vilja allar kóngastyttur á braut. Allt myglufrítt. Það sem er yfir þekkingu hátæknimanna hafið skal rifið.
Allt á að vera slétt og fellt. Umhverfisvænt samkvæmt seinustu Parísartísku. Barátta og hugsjónir forfeðranna eiga ekki upp á pallborðið á öld róbóta. Allt á að vera fyrirhafnarlaust endurnýjað þótt það kosti umhverfið og náttúruna sitt. Alþjóðleg tíska sem blómstrar á voru landi. Borgarstjóri ætti ekki að hafa vald til að fjarlægja sögulegar minnjar.
![]() |
Hugleiðir að fjarlægja styttuna af Kólumbusi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson