Tony Blair i slæmri stöðu eins og Bretar með Brexit

Theresa May er með athyglisverð markmið. Sækir fylgi til Verkamannaflokksins. Hún kollvarpar engu og finnur eflaust farsæla lausn. Á endurminningadeginum um stríðsátök og fórnir 13. nóvember síðastlinum bar ekki mikið á Tony Blair við athöfnina hjá Whitehall. Hinsvegar komu margir feður og mæður fram í sjónvarpi, sem misst höfðu syni og dætur í stríðsátökum. 

Það verður þungur róður fyrir Blair að komast aftur til áhrifa og ná árangri. Íraksstríðið voru dapurleg mistök sem menn eru enn að læra af. Kann að vera að margir líti á stríð sem fórnarkostnað og að Blair eigi að akta sem hermann. Líkt og Marcos sem yfirmaður herafla á Filippseyjum þegar kommúnistar reyndu að komast til áhrifa. Með vopnum frá Kína og stuðningi.

Marcos var jarðsettur í þjóðargrafreit sem hermaður, aðallega fyrir að berjast við Japani. Tony var stjórnmálmaður í lýðræðisríki sem átti að ígrunda ákvörðun um stríðsátök. Færa rök fyrir því að senda unga menn á vígvöllinn. Hann hefur ekki enn getað sýnt fram á að hann hafi verið blekktur af stjórn Bush. 

Skilaboð frá Trump eru að Evrópa og Bretland verða að taka sínar sjálfstæðu ákvarðanir þegar kemur að herafla og vörnum. Nóg sé komið af mistökum í utanríkismálum og stríðsátökum hjá Bandaríkjamönnum. 

 


mbl.is Blair hugar að endurkomu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband