The Times býr til spennu og leikþráð

Ensku blöðin hafa komist í feitt þegar þau fjalla um val á nýjum formanni Íhaldsflokksins. The Telegraph tekur boltann á lofti og fer út um víðan völl með þær stöllur. Litríkar myndir og vídeó segja mikið, reyndar flest sem þarf til að leikmaður geti myndað sér skoðanir á tveimur frambjóðendum.

Theresa May virkar djarfari með frískleika og dugnaðarsvip. Hún velur sér fatnað til að lífga upp á drungalegt andrúmsloft stjórnmálamanna. Manna sem þurfa stöðugt að vera á löngum fundum til að ná niðurstöðum. Þá er gott að hafa konu til að taka af skarið inn í karlaveldi. Stjórnmálakokk sem ekki hikar við að brydda upp á nýjungum og setja fram til sigurs.

Andrea Leadsom birtist á myndunum sem íhugandi með spurnarsvip skólastjórnandans. Reynsla hennar á stjórnmálasviðinu er talsvert minni og raunar ólíkt saman að jafna. Engin veruleg samkeppni í kosningum er á milli þeirra, en ensku blöðin láta lesendurnar um að dæma. Niðurstaðan fæst ekki fyrr en í leikslok, í helgarblaðinu eða þegar allt hefur komið fram sem þarf að segja.

Í sama blaði er mynd af Hillary Clinton raunamæddri á svip. Líkur eru á að þessar tvær konur eigi eftir að marka tímamót, hver í sínu landi. Ná fram samheldni og markmiðum sem kjósendur og stjórnmálamenn hafa markað.


mbl.is Telur sig hæfari því hún er móðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband