Tímabær áminning

Þessi kenning Mark Barnes stenst ekki boðskap menntamálaráðherra sem segir að án heimanáms verði börn ekki almennilega læs. Tekur hann sem dæmi að tónlistanemendur verði sjaldan góðir, nema að æfa sig heima.

Ítroðsla og ótímabærar kröfur um námsárangur geta fælt nemendur frá námi og gert þau frábitin kennslu. Landsprófið var dæmi um utanbókarnám og stagl sem flestir viðurkenna í dag að hafi verið mistök.

Börn sem eru að læra að lesa eru misþroska og sum hver ekki tilbúin til að vera sett í einn eða fleiri tíma á dag í heimalestur. Hjá mörgum þeirra byrjar skóli klukkan 8 til 15 á daginn. Eftir það eru mörg þeirra i skólagæslu til 17. Þegar heim er komið vilja hin sömu börn leika sér á skapandi hátt og ræða við foreldra eða systkini.

Slök lestrakunnátta í Pisa-könnun má ekki verða til þess að valdar séu misvísandi boðleiðir. Námsvísindi hafa tekið miklum breytingum en það er eins og þessi þáttur hafi staðið eftir.

 

 

 

 


mbl.is Er heimavinna bara tímaeyðsla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband