Gagnrýnisvert hættumat

Ofanflóðahættumat undir Esjuhlíðum kom ekki til af því að íbúar á landbúnaðarsvæði töldu sig í hættu. Þeir þekktu engin manntjón eða tjón á steyptum mannvirkjum sem höfðu orðið á svæðinu vegna skriðufalla á öldinni sem leið. Þegar minni grjótskriður hafa farið á stað hefur það verið í efstu hlíðum. Umfang grjótskriðu sem fór úr Gleið að kotinu Öfugskeldu 1748 er ekki mæld af jarðfræðingum á sannfærandi hátt.

Hættumatsnefnd Reykjavíkur sem engin vissi af fyrir 2010, fór af stað vegna þess að byggingaraðili að Kerhólum ætlaði að byggja ofar en aðrir og komst ekki niður á fast. Reykjavíkurborg þurfti að greiða honum óverulegar upphæðir vegna þess að hættumat vantaði. Nýlega varð grjóthrun í Þverfelli Esju og maður slasaðist lítillega á göngu, en engum dettur í hug að banna útivist í fjallinu. Slíkt atvik átti sér stað 1925 ofan Skrauthóla og er notað til að styrkja rökstuðning í Kerhólaskýrslunni frá 2010.

Nú segir formaður Hættumatsnefndar að íbúar hafi ekki gert sér grein fyrir hættunum en taki matinu vel. Íbúar þekkja mjög vel staðhætti og sögu fjallsins. Aðeins fáeinum þeirra hefur verið kynnt hættumatið á fundi, en ekki hefur þeim verið afhent nein prentuð gögn.

Veðurstofa Íslands hefur mikinn velvilja og vinnur þakkarvert starf á ýmsum sviðum. Frá henni streyma tíðar tilkynningar sem valda takmörkunum á umferð og starfssemi. Í mörgum tilfellum skiljanlegt, en í öðrum eru forsendur veikar og ótímabærar. Frá 2010 eru komnar út að m.a. 3 skýrslur um Esjuhlíðar, frá Grund til Skrauthóla sem hafa kostað háa tugi milljóna. Ofanfljóðasjóður greiðir kostnaðinn sem húseigendum er gert að greiða með brunatryggingum.

Ríkið er með skógrækt og fiskeldistöð við Mógilsá, ef sömu vinnubrögð gilda um það svæði á eftir að gera hættumat, því ljóst er að stórar skriður hafa fallið úr Þverfellinu á fornsögulegum tíma? Ef farið hefði verið eftir jarðvísindamönnum þegar byggð var skipulögð í Norðlingaholti hefði hún ekki risið. Sumarhúseigendum við Rauðavatn var hins vegar gert skylt að flytja húsin á brott af sprungusvæði. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband